Nú skal þjarmað að Grænlendingum í makrílnum

 Ýmislegt á eftir að koma upp úr hattinum í nýgerðum makrílveiðisamningum. Að deila og drottna með hótunum, þvingunaraðgerðum og blíðmælgi á víxl er þekkt aðferð yfirgangssamra stórríkja gangvart þeim minni.  Grænlendingar ósáttir við makrílsamninginn 

 ESB hafði sett Færeyingum rækilega stólinn fyrir dyrnar með nánast hryðjuverkaaðgerðum sem fólust í því að banna Færeyskum skipum og fiskvinnslum að landa eða selja fiskafurðir í ESB löndunum. Nærri 100% af gjaldeyristekjum Færeyinga er háð fiskútflutningi. Fiskveiðilögsaga Færeyinga liggur að lögsögu annarra ríkja eins og Noregi og Skotlandi og gagnkvæmar fiskveiðiheimildir eru þeim afar mikilvægar.

Að mínu mati áttu Íslendingar að standa mun þéttar með Færeyingum gegn aðgerðum ESB. Minnumst þess þegar Færeyingar einir þjóða stóðu með Íslendingum í bankahruninu gegn stórríki Evrópu. Íslendingum hafði jú verið hótað sömu þvingunum og refsiaðgerðum vegna makrílveiðanna  og Færeyingar voru beittir. Færeyingar eru þó mun minna ríki en Ísland og enn háðara fiskveiðum en við. Því var það léttar fyrir stórríkið ESB  að komast upp á milli Íslendinga og Færeyinga með því að pína þá síðarnefndu en strjúka Íslendingum samtímis og þeim var hótað.

Íslendingar áttu að taka frumkvæðið, hafna viðræðum við ESB undir hótunum og viðskiptaþvingunum og taka upp mjög náið samstarf við Færeyinga og Grænlendinga, halda þeim þétt að sér. Reynslunni ríkari af makrílveiðum Íslendinga ætlar nú ESB  að girða fyrir að Grænlendingar geti á eigin spýtur veitt makríl og þróað þær veiðar.

  Meðfylgjandi frétt Ríkisútvarpsins leiðir aðeins inn í þann grimma veruleika sem ESB beitir minni strandríkin og nú Grænland. Grænlendingar ósáttir við makrílsamninginn

Jafnframt eru dregnir fram þeir afarkostir um aðgengi að fiskimiðunum sem ESB setti Grænlendingum þegar þeir sömdu sig úr Efnahagsbandalaginu 1985. Markmið stórríkisins ESB er að deila og drottna í fiskveiðum á Norðurslóð. Og sundruð strandríkin eru þeim auðveld bráð. Íslendingar eiga þann góða kost að setja einhliða makrílkvóta og halda sínum hlut frá fyrri árum 16- 17 % af heildarveiði og leita aftur samstarfs við Grænlendinga og Færeyinga.

Norðmenn munu seint semja við Íslendinga um makríl meðan ESB - umsóknin er virk.  Því fari Ísland í ESB fer makríllkvótinn með  til Brussel og verður hluti af heildarmakrílkvóta ESB, óháð því hvort hann veiðist hér þá eða ekki.   Grænlendingar ósáttir við makrílsamninginn

 

 


Bloggfærslur 17. mars 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband