Ráðherraráð ESB - Engar varanlegar undanþágur í boði

 12.12 2012 birtist meðf. frétt á Eyjunni:

"Ráðherraráð Evrópusambandsins ítrekar að Ísland verði að samþykkja og innleiða allan lagabálk Evrópusambandsins við mögulega inngöngu í sambandið."

Segir í ályktun Ráðherraráðs Evrópusambandsins sem Þorfinnur Ómarsson fréttamaður í Brussel sendi frá sér  12.12. 2012. Er þetta í samræmi við það sem áður hefur komið fram af hálfu æðstu forystu ESB.
Hinsvegar hafa ýmsar undirtyllur bæði hjá ESB í Brussel og hér heima á Íslandi haldið því fram að Ísland geti fengið undanþágur frá  lögum ESB í þessu og hinu. Og enn halda stjórnmálamenn  því fram gegn betri vitund.
Málið er því ósköp einfalt, valið er : viljum við ganga í ESB eða ekki og framselja fullveldið eða halda sjálfstæðinu. Um það getum við tekið ákvörðun strax í dag.
Ein af forsendum fyrir ESB umsókninni  á sínum tíma var að "kíkja í pakkann" og sjá hvað væri í boði. 
Ráðherraráð ESB hefur nú ítrekað tekið af öll tvímæli um að varanlegar undanþágur fyrir Ísland frekar en önnur ríki, eru í raun  ekki til í orðabók ESB. Við getum hinsvegar vafalaust samið um tímabundnar undanþágur í einstökum atriðum
Þeir sem  segjast  í orði vera á móti ESB, en vilja áfram bíða eftir að kíkja pakkana frá Brussel, hljóta nú að sjá sig um hönd. Þetta er nákvæmlega það sem stendur í skýrslu Hagfræðistofnunar um stöðu og feril aðlögunarumsóknarinnar. Það er því hárrétt ákvörðun hjá ríkisstjórninni að afturkalla þessa fölsku umsókn. Það er ESB sem ræður hvenær samningum um einstakan kafla lýkur og það er ekki fyrr en fallist hefur verið á kröfur ESB og sýnt hvenær þeir geta verið innleiddar.
 
  Umsóknin um inngöngu í ESB, ef hún er send á að vera á sönnum forsendum og að vilja þjóðarinnar, en ekki byggjast á blekkingum og svikum eins og sú sem send sumarið 2009. Þjóðin vill ekki framselja fullveldi sitt og rækilega sýnt hug sinn þar í nýlegum skoðanakönnunum.

ESB- Engar varanlegar undanþágur í boði fyrir Íslendinga



Bloggfærslur 25. febrúar 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband