Já - ráðherra

  1. Þegar mynduð er ríkisstjórn pólitískra flokka  þarf traust Alþingis fyrir störfum  hvers ráðherra.
  2. Því skiftir miklu máli að ráðherrar komi úr röðum þingmanna.
  3. Utanþingsráðherrar umboðslausir 
  4.  Ríkisstjórn er fjölskipað stjórnvald þar sem hver ráðherra í raun ber ábyrgð á sínum málaflokkum, orðum og gjörðum gagnvart Alþingi.
  5. Hvert ráðuneyti hefur síðan ráðuneytisstjóra og aðra starfsmenn til þess að búa út mál ráðherra og veita stjórnsýsluleg ráðgjöf. 
  6. En það er viðkomandi ráðherra sem ber ábyrgð gagnvart þinginu. 
  7. Ráðherrar þurfa að hafa skýrt pólitískt umboð.
  8. Ráðherrar  sem koma utan þings  eru í sjálfu sér bara embættismenn eða auka ráðuneytisstjórar sem bera  enga pólitíska ábyrgð né hafa pólitískt bakland. 
  9. Málaflokkar verða því pólitiskt hálf munaðarlausir á þingi
  10. Þá verða í raun aðrir ráðherrar í ríkisstjórn eða formenn flokkanna að bera hina pólitísku ábyrgð á gjörðum þeirra gangnvart þingi og þjóð.
  11. Skapar tortryggni í þingflokkum 
  12.  Þegar gripið er til slíks ráðs er undirliggjandi vísbending um að koma eigi í veg fyrir að einhverjir aðrir í þingliðinu verði ráðherrar.
  13. Mistök ríkisstjórnar  2009
  14.  Það var undir rós raunin t.d í ríkisstjórn   Vinstri grænna og Samfylkingar 2009
  15.  Þá sóttu formennirnir tvo ráðherra, embættismenn utan þings. Það var augljóslega gert til þess að´geta gengið fram hjá góðum þingmönnum sem ekki voru í "náðinni" hjá formönnunum.
  16. Atli og Árni Páll sniðgengnir
  17.  Í þingliði VG var öflugur þingmaður Atli Gíslason lögmaður, afar fær til þess að verða dómsmálaráðherra.
  18. Sóttur var hinsvegar embættismaður í stöðu dómsmála ráðherra .
  19.  Var það augljóslega gert til þess að geta gengið framhjá Atla Gíslasyni lögmanni og þingmanni Vinstri grænna sem dómsmálaráðherra sem hann var mjög hæfur til  
  20. Jafnframt  var sóttur embættismaður í stöðu efnahags og viðskiftaráðherra til þess að geta gengið framhjá  Árna Páli Árnasyni þingmanni Samfylkingarinnar.
  21. En hann virtist ekki í "náðinni"  hjá formanni flokksins.
  22. Furðuleg ráðstöfun og ekki þingræðisleg
  23. Mér og fleirum fannst þetta mjög undarleg ráðstöðfun  enda höfðu þau sem ráðin voru ekkert pólitískt bakland né ábyrgð. 
  24. Virtist sem formenn flokkanna tækju persónulega  að sér að bera pólitíska ábyrgð á þeim.
  25. Ráðherrar eru ráðherrar með pólitíska ábyrgð en ekki embættismenn  
  26. Skildi ég oft á tíðum ekki hvað þau voru að gera í ríkisstjórn.
  27. Hafandi ekkert pólitískt bakland að styðjast við.
  28. Enda voru þau látin fara  úr ríkisstjórn síðar á kjörtímabilinu þegar herti  pólitískt að ríkisstjórninni.

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og sex?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband