Í baráttuna saman

Öryrkjabandalag Íslands og Efling stéttarfélag hafa ákveðið að berjast saman fyrir bættum kjörum. Þetta er í fyrsta sinn í áratugi sem verkalýðshreyfingin og örorkulífeyrisþegar taka höndum saman í kjarabaráttu. (Lágmarkslaun verði að vera skattlaus | RÚV www.ruv.is/frett/lagmarkslaun-verdi-ad-vera-skattlaus)
  
Öryrkjabandalagið og Efling nú aftur saman í baráttunni
 
Öryrkjabandalagið og Efling héldu sameiginlegan fund í Gerðubergi í dag þar sem rætt var um skattbyrði og afkomu lálaunafólks á Íslandi. Samstaða og sameiginlegt átak þessara sterku félagasamtaka eru gleðileg tíðindi helgarinnar 

Nýir og öflugir talsmenn 

Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands segir að verkalýðshreyfingin hafi ekki tekið örorkulífeyrisþega með í mjög mörg ár „og það er það sem er að gerast í dag.“

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar-Stéttarfélag vonast til að hóparnir nái að samstilla kröfur sínar og málflutning.  „En svo er auðvitað  stóra löngunin og stóri viljinn stendur til þess að það verði hlustað á okkur af þeim sem hér fara með völd.“

Það verður að hlusta

Efling og Öryrkjabandalagið eiga samleið í kjarabaráttunni og gott að þeir sameina krafta sína á ný. Það verður hlustað á réttmæta kröfugerð þeirra


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband