Áhyggjur af stjórnsýslu landbúnaðarráðherra

Stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga leggur áherslu á mikilvægi landbúnaðar og matvælaframleiðslu í fjórðungnum og lýsir áhyggjum yfir áformum landbúnaðarráðherra að veikja stjórnsýslulega stöðu þessara greina innan ráðuneytisins:

Hornsteinar atvinnulífs og búsetu 

"Landbúnaður og matvælaframleiðsla er einn af hornsteinum atvinnulífs á Suðurlandi og hefur töluverð áhrif á búsetu í landshlutanum. Fjölmörg tækifæri má finna til vöruþróunar og atvinnusköpunar á þeim vettvangi og því nauðsynlegt að styrkja stjórnsýslu matvæla og landbúnaðar og búa svo um að samstarf atvinnulífs og stjórnvalda greiði fyrir framþróun og velferð um land allt". http://www.sass.is/537-fundur-stjornar-sass/

Á stjórnarfundi SASS- Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga 3. okt sl. var lýst þungum áhyggjum yfir stjórnsýslu landbúnaðarráðherra og áformum um að loka skrifstofu landbúnaðar- og matvæla og leggja hana undir svokallaða alþjóðaskrifstofu sem fer með samninga og reglugerðir í samskiptum við EES og ESB

Yfirlýsing SASS- Sambands sunnlenskra sveitarfélaga

"Áskorun stjórnar Sambands garðyrkjubænda:
Stjórn SASS tekur undir sjónarmið stjórnar Sambands garðyrkjubænda frá 28. september sl. og áréttar nauðsyn þess að staðinn sé vörður um stjórnsýslu íslensks landbúnaðar. Jafnframt að fallið verði frá þeim áformum að sameina skrifstofu matvæla og landbúnaðar undir skrifstofu alþjóðamála.
Landbúnaður og matvælaframleiðsla er einn af hornsteinum atvinnulífs á Suðurlandi og hefur töluverð áhrif á búsetu í landshlutanum. Fjölmörg tækifæri má finna til vöruþróunar og atvinnusköpunar á þeim vettvangi og því nauðsynlegt að styrkja stjórnsýslu matvæla og landbúnaðar og búa svo um að samstarf atvinnulífs og stjórnvalda greiði fyrir framþróun og velferð um land allt."

Sjálfstætt ráðuneyti

Landsmenn hafa þungar áhyggjur af því að landbúnaðarráðherra sé á alvarlegum villigötum með áherslur og stjórnsýslu landbúnaðar og matvæla í landinu. Það er eðlileg og réttmæt krafa  að stofnað verði sjálfstætt landbúnaðar og matvælaráðuneyti í takt við framtíðarmöguleika í þeim greinum .

Í fjölbreyttri og hollri matvælaframleiðslu og heilbrigðum búfjárkynjum bíða ómæld tækifæri fyrir þjóðina til sjávar og sveita.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband