Hvert stefnir í landbúnaði og innlendri matvælaframleiðslu ?

Skrifstofa  matvæla- og landbúnaðar verður lögð niður og verkefnin færð undir svo kallað alþjóðasvið Atvinnuvegaráðuneytisins segir í yfirlýsingu frá ráðuneytinu.

Með þessari ákvörðun er verið að þurrka út úr stjórnsýslunni síðustu leifar þess sem minna á atvinnuveginn landbúnað og matvælavinnslu í landinu.

Réttara hefði verið að stofna að nýju sjálfstætt Landbúnaðar, Sjávarútvegs- og Matvæla ráðuneyti og hefja þessar greinar aftur til vegs eins og verðskuldað er og aðrar þjóðir gera.

ESB- deild ráðuneytisins efld

Það er táknrænt að þau verkefni sem ráðuneytið telur að tengist þessum greinum verða færð undir alþjóðasvið ráðuneytisins  sem hefur fyrst fremst haft með samninga við ESB og EES að gera. Sú skrifstofa gengur gjarnan undir gælunafninu "ESB- eða "Brüssel"- deildin".

Uppgjöf landbúnaðarráðherra

Ráðherra lýsir í dag í grein í Morgunblaðinu algjörri uppgjöf fyrir Evrópusambandinu með óheftan innflutning á hráu ófrosnu kjöti 

Meðan aðrar þjóðir keppast við að efla og styrkja eigin landbúnað, matvælaframleiðslu og fæðuöryggi gera stjórnvöld hér á landi þveröfugt.

Þessi vanhugsuðu áform sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hafa vakið hörð viðbrögð enda stríða þau þvert gegn öllum íslenskum hagsmunum og  megináherslum í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnar Katrínar Jakopsdóttur : 

Nú þarf að spyrna við fótum af alvöru

Stjórn Sambands Garðyrkjubænda hefur þegar sent áskorun til ráðherra og ríkisstjórnarinnar:

 Á S K O R U N  Sambands Garðyrkjubænda 27. sept.sl.


" Stjórn Sambands garðyrkjubænda skorar hér með á alla þingmenn, ráðherra, sveitarstjórnarmenn og landsmenn alla að standa vörð um stjórnsýslu íslensks landbúnaðar.   Falla þarf þegar í stað frá þeim áformum að sameina skrifstofu matvæla og landbúnaðar undir skrifstofu alþjóðamála.

Margvísleg verkefni bíða nú úrlausnar á sviði landbúnaðar, s.s. endurskoðun búvörusamninga, endurskoðun ýmissra reglugerða og laga er lúta að starfsumhverfi greinarinnar.  Auk þess bíða sífellt ný verkefni og áskoranir er varða landbúnað til framtíðar s.s. á sviði umhverfis- og loftslagsmála, menntunar og rannsókna, vöru- og tækniþróunar og byggða- og búsetuþróunar.

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir eftirfarandi um landbúnað":
,,Ísland á að vera leiðandi í framleiðslu á heilnæmum landbúnaðarafurðum. Lögð verður áhersla á nýsköpun og vöruþróun til að stuðla að byggðafestu, auka verðmætasköpun og nýta tækifæri sem byggjast á áhuga á matarmenningu með sjálfbærni og gæði að leiðarljósi. 
Meginmarkmiðið er að landbúnaður á Íslandi sé sjálfbær og vernd búfjárstofna sé tryggð. Eitt af fyrstu verkefnum ríkisstjórnarinnar verður að bregðast við vanda sauðfjárbænda til skemmri og lengri tíma. Samhliða nýrri kynslóð landbúnaðarsamninga verða innleiddir sérstakir aðlögunarsamningar um nýja starfsemi til sveita. Með þeim verður rudd braut fyrir bændur til að byggja upp nýjar búgreinar eða hasla sér völl á öðrum sviðum. Slíkir aðlögunarsamningar til búháttabreytinga verða tímabundnir og háðir skilyrðum um byggðafestu, verðmætasköpun og búsetu viðkomandi jarðar og geta stuðlað að nýsköpun, náttúruvernd og nýjum áherslum í rannsóknum og menntun. Forsenda þess að landbúnaður geti nýtt tækifæri framtíðarinnar er jafnvægi í framleiðslu, skilvirkt eftirlit og nýsköpun. Ríkisstjórnin ætlar að tryggja betur rétt neytenda til upplýsinga um uppruna, framleiðsluhætti, lyfjanotkun og umhverfisáhrif. Ríkisstjórnin mun ráðast í aðgerðir til að þróa lífhagkerfið enn frekar, grænar lausnir og aðferðir til að draga úr umhverfisáhrifum matvælaframleiðslu með hvötum og stuðningi sem miði meðal annars að kolefnisjöfnun greinarinnar. Efla þarf sérstaklega lífrænan landbúnað.“

Heimild:  https://www.stjornarradid.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=a5aa63d9-d5b4-11e7-9422-005056bc530c

"Þeim markmiðum sem þarna er lýst verður tæplega náð fram með því að gera málefni matvæla og landbúnaðar að hliðarverkefni annarar skrifstofu.
Nauðsynlegt er styrkja enn frekar þekkingu og stjórnsýslulega umgjörð sem landbúnaði er búin í Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og mikilvægt er að ganga til þess verks án frekari tafa.
Landbúnaður og matvælaframleiðsla er víða hornsteinn atvinnulífs og búsetu í byggðum landsins.  Fjölmörg tækifæri má finna til vöruþróunar og atvinnusköpunar á þeim vettvangi.
Nú er lag að blása til sóknar, styrkja stjórnsýslu matvæla og landbúnaðar og búa svo um að samstarf atvinnulífs og stjórnvalda greiði fyrir framþróun og velferð um land allt".

Spyrna þarf við fótum og sækja fram í innlendri matvælaframleiðslu

Hér með er tekið heilshugar undir þessa skorinorðu yfirlýsingu og hvatningu Félags Garðyrkjubænda


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband