Hotel California

Grikkland átti aldrei að skrá sig inn á Evruhótelið, en úr því við lentum þar inni er það eins og að kasta sér fyrir björg  að komast þaðan út.

Síðasta ljóðlínan í "Hótel California" lýsir stöðunni:

 
"You can checkout any time you like,
But you can never leave!"
 (Þú getur skráð þig út af hótelinu hvænær sem er, en ert í raun múraður fastur inni):

Segir hinn nýji gríski fjármálaráðherra og hagfræðiprófessorinn Yanis Varoufakis í viðtali við fréttastofu Bloombergs. Fjármálaráðherrann líkir þeirri miklu klemmu sem Grikkland er komið í með inngöngu í ESB og upptöku evru við hið fræga harmfulla sögukvæði   The Eagles  "Hotel California".

(http://borsen.dk/nyheder/politik/artikel/1/298334/graesk_finansminister_eu_er_som_hotel_california.html#ixzz3Q4EZ9aE8)

 Ráðherrann segir að þær aðgerðir sem hafi átt að bjarga Grikklandi hafi ekki verið neinar björgunaraðgerðir heldur nýr vítahringur og gríðarlegar skuldagildrur fyrir grísku þjóðina.

Þessar  svokallaðar björgunaraðgerðir hafa eyðilagt efnhagslíf  og innviði grísks samfélags. En kröfurnar sem ESB og AGS dengdu yfir Gríkkland miðuðu fyrst og fremst að því að hámarka  fjárhagslegan ávinning  þýskra og annarra erlendra kröfuhafa en á kostnað grísks almennings og samfélags.

 

Hotel California:

Last thing I remember, I was
Running for the door
I had to find the passage back
To the place I was before
'relax,' said the night man,
We are programmed to receive.
You can checkout any time you like,
But you can never leave!

 Lýsandi og bitur reynsla Grikkja af veru sinni í Evrópusambandinu.  Vonandi komast þeir út.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband