Ég á líf - Ég á líf - vegna þín

_g_a_lif-mynd_1201546.jpgFramlag Íslands til Euróvisionkeppninnar í ár er  Ég á líf  sem er óður til lífsins og ástarinnar.

Textinn er í senn einfaldur og afar fallegur. Skilaboðin eru skýr. Trúin á lífið og það getur þurft að klífa yfir fjöllin til að finna ástina sem gefur kraftinn og  nærir trúna. Við settumst  niður, við  Valdimar Kolka, dóttursonur, og Katrín Kolka, sonardóttir, og slógum inn í tölvuna þetta fallega ljóð. Valdimar fór einn daginn og söng það í skólanum. Ég set það hér inn á síðuna og hvet sem flesta til að taka undir með Eyþóri Inga.

 

Lagði ég af stað í það langa ferðalag

ég áfram gekk í villu eirðarlaus

Hugsaði ekki um neitt, ekki fram á næsta dag

Einveru og friðsemdina kaus

Ég á líf, ég á líf

yfir erfiðleika svíf

Ég á líf, ég á líf vegna þín

Þegar móti mér blæs

yfir fjöllin há ég klíf

Ég á líf, ég á líf, ég á líf

 

Ég skildi ekki ástina sem öllu hreyfir við

þorði ekki að faðma og vera til.

Fannst sem ætti ekki skilið að opna huga minn

Og hleypa bjartri ástinni þar inn.

Ég á líf , ég á líf

Yfir erfiðleika svíf

Ég á líf , ég á líf vegna þín.

Þegar móti mér blæs

Yfir fjöllin há ég klíf

Ég á líf, ég á líf vegna þín

Ég á líf, ég á líf.

 

Og ég trúi því

já ég trúi því

kannski opnast fagrar gáttir himins

Yfir flæðir fegursta ástin

hún umvefur mig alein

 

Ég á líf, ég á líf

yfir erfiðleika svíf

Ég á líf, ég á líf vegna þín

Þegar móti mér blæs

yfir fjöllin há ég klíf

Ég á líf, ég á líf vegna þín

Ég á líf, ég á líf, ég á líf

(Lag og texti: Örlygur Smári & Pétur Örn Guðmundsson. Flytjandi: Eyþór Ingi.)

 

Um leið og við óskum góðs gengis í Euróvisionkepnninni er gott að hafa með sér aukapar af sauðskinnsskóm yfir fjöllin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband