Byggðasjónarmið látin víkja

 

Byggðakvóti og línuívilnun eru skorin niður í nýju frumvarpi um stjórn fiskveiða. Samtímis er skattheimta aukin á sjávarbyggðirnar með stórhækkuðu veiðigjaldi.

Í stað þess að treysta ákveðinn grunnrétt sjávarbyggðanna í sessi er höggvið á þær stoðir sem þó hafa verið byggðar upp á síðustu árum. Þóroddur Bjarnason stjórnarformaður Byggðastofnunar dregur mjög  í efa að byggðamarkmið frumvarpsins náist og stefnan í þeim efnum væri afar óljós.

Að mínu viti er þar um beina afturför að ræða frá því sem nú er og mega sjávarbyggðirnar síst við slíku. Hlýtur sú stefnubreyting að valda miklum vonbrigðum.

Stærstu ágallar núverandi fiskveiðistjórnunarkerfis eru einmitt þeir að sjávarbyggðirnar, íbúarnir, vinnustaðirnir hafa staðið berskjaldaðir gagnvart lögmáli frumskógarins sem ríkt hefur um kaup og sölu aflaheimilda á undanförnum árum.

 Aðgerðum til að sporna gegn aukinni samþjöppun í sjávarútvegi er slegið á frest og málið  sett í sérstaka nefnd!.

Sama á við um stjórnun veiða úr nýjum fiskistofnum sem ekki hafa verið settir í kvóta. Engin framtíðarsýn er mörkuð  varðandi þá heldur er  málið sett í nefnd.

 Skötusels ákvæðið fræga er fellt út úr lögunum.

Veiðigjaldið er landsbyggðarskattur sem allur á að renna beint í ríkissjóð samkvæmt frumvarpinu. Gengur það í berhögg við tillögur mínar sem gerður ráð fyrir mun hóflegra gjaldi og að hluti þess rynni beint til sjávarbyggðanna aftur.

 Þetta og fleira ræddum við  Sigurjón M. Egilsson í þættinum á Sprengisandi í morgun. 

Jón Bjarnason (1.4.12)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband