Hver er diplómatisk staða sendiherra ESB hér á landi

 Sendiherra ESB á Íslandi er nú í áróðursferð um landið,  heimsækir vinnustaði og heldur kynningarfundi.

 Frásagnir af fundarherferð sendiherrans m.a. á Akureyri nýverið lýsa gagnrýnislausu lofi  hans á ágæti ESB og á það sem þar er að gerast innan veggja. 

 Hinsvegar er talað niður  til sjónarmiða Íslendinga sem hafa haft uppi varúðarraddir. Gert m.a. lítið úr ítarlegri vinnu samtaka eins og Bændasamtaka Íslands  sem hafa  dregið skilgreindar og vel rökstuddar varnarlínur í aðlögunarviðæðunum að ESB.

Ferðir  sendiherra ESB um landið sýna örvæntingu ESB-sinna  um framgang aðlögunarviðræðnanna. Hinsvegar munu slíkar áróðursferðirog yfirgangur ESB  færa landsmönnum enn frekar heim sanninn um það að við eigum ekkert erindi þarna inn.

Brýtur sendiherra ESB Vínarsáttmálann

Hitt er svo umhugsunaratriði hvort það samrýmist íslenskum og lögum og  alþjóðasamþykktum að sendiherrar  erlendra ríkja eða  ríkjasambands beiti sér með gildishlöðnum hætti í umræðum um íslensk innanríkismál.

Samkvæmt 41. grein Vínarsáttmálans  um diplómata er skýrt kveðið á um að þeir megi engin afskipti hafa af innanríkismálum og öll samskipti við gistiríki eiga að fara í gegnum ráðuneyti utanríkismála.

Heimilt er að vísa erindrekum sem brjóta gegn þessum reglum fyrirvaralaust úr landi

Þessar reglur Vínarsáttmálans hafði Utanríkisráðuneyti Kanada á hreinu þegar það í dag bannaði sendiherra sínum á Íslandi að tala um gjaldeyrismál og mögulega upptöku Kanadadollars á fundi Framsóknarmanna, en sýndist mörgum það meinlaust.

Úr  Vínarsáttmálanum:

41. gr. 1. Það er skylda allra þeirra, sem njóta forréttinda

og friðhelgi, að virða lög og reglur móttökuríkisins, en þó

þannig að forréttindi þeirra eða friðhelgi skerðist eigi. Á þeim

hvílir einnig sú skylda að skipta sér ekki af innanlandsmálum

þess ríkis.

2. Öll opinber erindi, sem móttökuríkið varða og falin

eru sendiráðinu af sendiríkinu, skulu rekin hjá utanríkisráðuneyti móttökuríkisins eða hjá öðru ráðuneyti, sem samkomulag verður um, eða fyrir milligöngu þeirra.

Mikilvægt er að fá strax svar við því hver er diplómatisk staða sendiherra ESB hér á landi og  heimildir hans til að fara í áróðursferðir um gistiríkið.

Hver er munur á sendiherra ESB og Kanada?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband