"Með tilheyrandi plotti"

Fyrrverandi forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vísaði til orða formanns Viðreisnar, Bendikts Jóhannessonar um "viðeigandi plott" við myndun þessarar ríkisstjórnar.

En á fésbókarsíðu sinni segir Benedikt frá upplifun sinni á   fyrsta ríkisstjórnarfundi hins nýja fjármálaráðherra:

 "Mér varð hugsað til þess hvort maður væri ekki lentur í vitlausu leikriti. Nú sátum við þarna við endann, Guðni Th. og ég, rúmlega átta mánuðum eftir að ég spjallaði við hann og hvatti til forsetaframboðs með tilheyrandi plotti. Þá hafði hvorugur okkar nokkru sinni boðið sig fram til opinbers embættis. Svona er þetta líf skrítið".

Já svona er lífið skrýtið

Formaður nýs flokks, Viðreisnar sem stofnaður var til þess að framselja fullveldið, ganga í ESB og taka upp Evru er orðinn fjármálaráðherra Lýðveldisins Íslands.

Benedikt er þekktur fyrir að orða hlutina beint út og gamalreyndur í brögðum viðskiptalífsins. 

Plott ríkisstjórnin getur orðið nafngiftin.

 

 


Bloggfærslur 24. janúar 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband