Árnaðaróskir til nýrrar ríkisstjórnar

Nýjum ráðherrum og ríkisstjórn Íslands er óskað farsældar í starfi.

Þess er jafnframt vænst að ráðherrarnir verði trúir landi sínu og þjóð og standi vörð um grunngildi lýðveldisins, sjálfstæði og sjálfforræði íslensku þjóðarinnar yfir auðlindum sínum  til lands og sjávar, sem og  menningu hennar og fjölþættum þjóðarauð.

Þess er vænst að þegar til ábyrgðarinnar kemur munu ráðherrarnir allir átta sig á hvað er þýðingarmest í lífi og starfi sjálfstæðar þjóðar og leikur að eldi í þeim efnum getur leitt til stórbruna.

Mikilvægt er að landsmenn verði ávalt á varðbergi, styðji og hvetji ríkisstjórn og einstaka ráðherra til góðra verka en og haldi þeim þétt við efnið um að efla og standa vörð um velferð þjóðarinnar og fullveldi.

Sjálfsstæði þjóðar er hennar dýrasta auðlind 


Bloggfærslur 11. janúar 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband