Landbúnaðar og sjávarútvegsráðuneytið í hendur Evrópustofu

Viðreisn hefur sem sitt meginmarkmið að koma Íslandi í Evrópusambandið. Það var tilgangurinn með stofnun Viðreisnar. Klauf það lið sig út úr Sjálfstæðisflokknum vegna þess að þeim fannst sum þar i forystunni  of lin í að ganga erinda ESB hér á landi. Sjávarútvegs- og landbúnaðrráðuneytið hefur verið í raun útvörður stjórnsýslunnar gegn aðlögunar og innlimunarferlinu í ESB.Utanríkisráðuneytið var löngu fallið í hendur ESB sinna.

Evrópustofa með ráðherrastólana

Flestir þingmenn Viðreisnar eru fyrrerandi forstöðumenn eða starfsmenn Evrópustofu og samtaka ESB hér á landa. Evrópustofa hafði það að markmiði að stýra Íslandi inn í ESB, kortleggja hvaða stofnanir, einstaklinga og félagasamtök þyrfti að ná á sitt band. Að því hefur skipulega verið unnið  með glæstum árangri því miður:   Kannski verður formaður Já Ísland  samtakanna fyrir inngöngu í ESB nýr Sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra.

Ég held að mörg þau sem kusu Sjálfstæðisflokkinn síðast myndu hafa hugsað sig tvisvar um ef þau vissu að þar með væri verið að kjósa yfir sig hreina ESB ríkisstjórn.

ESB sinnar hefna sín á Haraldi Ben

Fyrrverandi formaður Bændasamtaka Íslands og nú fyrsti þingmaður Norðvesturkjördæmis myndi ekki hafa riðið til þings með þrjá þingmenn ef kjósendur hans hefðu vitað af því að þessi staða væri í vændum.

Haraldur Benediktsson var einn öflugasti baráttumaður gegn aðlögunar og innlimunarferlinu í ESB og átti stóran þátt í að sú umsókn var stöðvuð. Það þekki ég vel sem ráðherra málaflokksins á þeim tíma.

Fyrrverandi formanni Bændasamtakanna og einum stærsta sigurvegara Sjálfstæðisflokksins í síðustu kosningum er hafnað sem ráðherra landbúnaðarmála.

Það eru skýr skilaboð um það sem í vændum er af hálfu þessarar ESB stjórnar


Bloggfærslur 10. janúar 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband