"Það var Þá"

Sorgleg þátttaka Íslands í Íraksstríðinu.  Tuttugu ár eru liðin frá innrás Bandaríkjanna í Írak með beinum stuðningi " hinna viljugu þjóða " þar á meðal Íslands.

Íraksstríðið var byggt á lygum og blekkingum og leiddi aðeins auknar hörmungar yfir íbúa Íraks sem ekki sést fyrir endann á.
Í stað þess að vera friðflytjendur á vettvangi alþjóðasamfélagsins eru íslensk stjórnvöld enn á ný búin að setja á sig stríðshanskana og geysast fram á vígvöllinn í nafni hinna " viljugu þjóða".

ÞAÐ VAR ÞÁ

    "Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að koma þeirri afstöðu á framfæri á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og annars staðar þar sem við á að leita skuli allra leiða til að afstýra innrás í Írak, þar á meðal að veita vopnaeftirlitsmönnum Sameinuðu þjóðanna nægan tíma til að ljúka störfum sínum. Komi til hernaðaraðgerða gegn Írak á næstu mánuðum skal Ísland tilkynna að ekki verði heimiluð afnot af aðstöðu á íslensku yfirráðasvæði né verði um neins konar þátttöku að ræða af Íslands hálfu í slíkum aðgerðum."

Þetta hefur verið stefna Íslands og íslensku þjóðarinnar sem vopnlaus og friðelskandi þjóð.

.Við endurheimtum okkar sjálfstæði með orðum, rökræðum og samingum en ekki með blóði eða vopnum 




Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband