Sindri Sig­ur­geirs­son, formaður Bænda­sam­tak­anna, lýs­ir áhyggj­um sín­um vegna áforma ráðherra að loka einu skrif­stofu ráðuneyt­is­ins sem fór með mál­efni land­búnaðar og mat­væla.

Í for­ystu­grein síðasta Bænda­blaðs rek­ur Sindri stöðuga hnign­un ráðneyt­is­ins og stjórn­sýslu þessa mála­flokks síðan sjálf­stætt land­búnaðarráðuneyti var lagt niður og látið renna inn í svo kallað at­vinnu­vegaráðuneyti.

Metnaðarleysi og hringlandi

Formaður Bænda­sam­tak­anna hef­ur áhyggj­ur af al­gjöru metnaðarleysi ráðherra og stjórn­sýslu­leg­um hringlanda inn­an ráðuneyt­is­ins sem bitn­ar nú hart á at­vinnu­grein­inni.

Orðrétt seg­ir Sindri Sig­ur­geirs­son, formaður Bænda­sam­tak­anna, í nýj­asta Bænda­blaði:

„Lengi var það þannig að sér­stakt ráðuneyti fór með land­búnaðar­mál. Því var svo slegið sam­an í sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðuneyti og svo aft­ur í at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðuneyti, þó að því sé nú stýrt af tveim­ur ráðherr­um. Við þetta voru og eru marg­ir ósátt­ir í land­búnaðinum. Það var þó þannig að einni skrif­stofu í því ráðuneyti var ætlað að sinna mál­efn­um land­búnaðar og mat­væla. 

Nú í lok sept­em­ber bár­ust fregn­ir um að þess­ari einu skrif­stofu ætti að slá sam­an við aðra. Þetta hafði ekki verið kynnt með nein­um hætti og kom upp þegar ráðning nýs „öfl­ugs fyr­irliða á sviði mat­væla og land­búnaðar“ (eins og ráðuneytið aug­lýsti sjálft) átti að vera að ljúka. Ráðherra hef­ur ekki séð sér fært að kynna bænd­um rök sín fyr­ir þess­um breyt­ing­um. Hon­um þarf ekki að koma á óvart að þeim þyki þetta lýsa litl­um áhuga á að efla ís­lensk­an land­búnað nema að hann sýni fram á annað með af­ger­andi hætti.“

Ég tek heils­hug­ar und­ir með for­manni Bænda­sam­tak­anna að hér er mik­il hætta á ferðum – en ég varaði við af­leiðing­un­um að leggja land­búnaðarráðuneytið niður og barðist gegn því meðan ég var ráðherra. Ég sá fyr­ir að við tæki metnaðarleysi og aft­ur­för í allri stjórn­sýslu mat­væla­fram­leiðslu og land­búnaðar í land­inu.

Ég kynnt­ist því sem ráðherra hve sterk öfl það eru í sam­fé­lag­inu sem vilja veikja stöðu þess­ara greina. Þessi öfl beita öll­um brögðum til að lama inn­lenda fram­leiðslu og fá tæki­færi til að maka krók­inn á inn­flutn­ingi mat­væla sem við get­um sem best fram­leitt hér sjálf á holl­an og hag­kvæm­an hátt.

Setja þarf spelk­ur á ráðherr­ann svo hann bogni ekki

Mér finnst því dap­urt að sjá hné ráðherr­ans bogna fyr­ir þess­um öfl­um sem vilja land­búnaðinn feig­an. Ný­leg grein hans í Morg­un­blaðinu vís­ar til þess að hann ætli að leggj­ast flatur fyr­ir kröf­um Evr­ópu­sam­bands­ins um óheft­an inn­flutn­ing á hráu ófrosnu kjöti og veikja þar með ör­yggi og holl­ustu inn­lendr­ar fram­leiðslu. Land­búnaðar- og sjáv­ar­út­vegs­ráðherra Kristján Þór Júlí­us­son er vel að manni og get­ur verið staðfast­ur fái hann til þess góðan stuðning.

Nú þarf að hlaupa til og setja á ráðherr­ann spelk­ur og snúa und­an­haldi í vörn og sókn fyr­ir ís­lensk­an land­búnað og mat­væla­vinnslu í land­inu. Formaður Bænda­sam­tak­anna slær tón­inn í Bænda­blaðinu.

Höf­und­ur er fyrr­ver­andi land­búnaðar- og sjáv­ar­út­vegs­ráðherra.