Ólafur H. Torfason látinn

 

 Ólafur H. Torfason(Mynd: Frá vinstri: Ingibjörg Sólveig Bergsteinsdóttir Kolka, Ásgeir Jónsson, Ólafur H. Torfason, Bjarni Jónsson og Ingibjörg Jónsdóttir Kolka.)

Ólafur H. Torfason eđa Óli Torfa sem viđ kölluđum hann daglega er einn ţeirra sem ur er innilega ţakklátur fyrir ađ hafa kynnst og átt samleiđ međ. Ţađ var mikill fengur ađ fá ţau Óla og Signýju til kennslustarfa viđ Grunnskólann í Stykkishólmi haustiđ 1975. Viđ Ingibjörg vorum ţá viđ búskap í Bjarnarhöfn og börnin sóttu skóla í Stykkishólm.  

Fljótlega tókst náin og góđ vinátta milli fjölskyldnanna og nćstu árin voru ţau Óli og fjölskylda eins og hluti af fjölskyldu okkar í Bjarnarhöfn. Óli var einstakt ljúfmenni, náttúrubarn međ glöggt auga listamannsins, ljósmyndarans, sögumannsins, já mannvinarins. Hann fćrđi okkur nýjar víddir í ađ sjá náttúruna og njóta fjölţćttra mynda hennar. Óli var međ okkur í smalamennskum, eyjaferđum, sauđburđi o.s.frv., og varla var sú fjölskyldusamkoma í Bjarnarhöfn ađ ţau Óli og fjölskylda vćri ekki mćtt sem ein af okkur. Ţá var gjarnan myndavélin á lofti.

Börnin dáđu Óla sem kennara og frćđara. Hann var eins og hluti af hópnum, spurđi sömu spurninganna og börnin vildu fá svör viđ. Ţetta voru einmitt sérkenni Ólafs og gerđi hann ađ einum vinsćlasta útvarpsmanni, ţáttarstjórnanda og fjölmiđlamanni landsins um árabil. Ólafur hafđi svo einstaklega góđa návist, kankvísa brosiđ, leiftrandi góđleg augun og yfirveguđ framkoma gćddi umhverfi hans hlýju en jafnframt ţrungiđ eftirvćntingu. Málverk Óla frá tímunum fyrir vestan prýđa veggi heimilis okkar.

Sumariđ 1982 komu ţau Óli og fjölskylda viđ hjá okkur á Hólum í Hjaltadal. Óli var kaţólskur og viđ sammála um ađ hver blettur á Hólastađ vćri heilagur. Signý var ţá ađ sćkja um leikhússtjórastöđu á Akureyri og ţau spennt um hvort stađan félli henni skaut. Í anddyri Hóladómkirkju er áheitabaukur. "Nú heitum viđ á Jón Arason biskup ađ ţú fáir stöđuna, Signý". Ţađ gekk eftir og ţau Óli fluttust til Akureyrar. Minntumst viđ oft á ţetta síđarmeir. Jón Arason bregst ekki sínum.

Vináttan og samstarfiđ dafnađi áfram eftir ađ Óli og fjölskylda fluttu til Akureyrar og viđ til Hóla. Óli var mikill vinur Hóla í Hjaltadal og ţau árin sem hann vann hjá Ríkisútvarpinu á Akureyri og hjá Heima er best voru ţau ófá myndaskotin, viđtölin og fréttirnar sem hann miđlađi landsmönnum um ţađ sem var ađ gerast á Hólum. Sama var einnig í ritstjóratíđ hans á Ţjóđviljanum og sem forstöđumađur Upplýsingaţjónustu landbúnađarins. Óli vann fyrsta kynningamyndbandiđ um Hólaskóla og Hólastađ sem sýnt var í sjónvarpi og í skólum landsins til ađ trekkja ađ nemendur heim ađ Hólum.

Náttúran í allri sinni fjölbreyttu dýrđ, sagan og aldalöng menning ţjóđarinnar léku grunnstefiđ í öllu ţví sem Ólafur tók sér fyrir hendur. Fćrni hans sem blađamanns, ţáttastjórnanda, frćđimanns, ljósmyndara, myndlistarmanns og rithöfundar lék honum á fingri.
Viđ fjölskyldan öll minnumst Ólafs međ djúpu ţakklćti og virđingu og ţökkum einlćg og góđ kynni í gegnum árin.

Guđ gefi landi voru marga slíka. Blessuđ veri minning góđs vinar, Ólafs H. Torfasonar. Fjölskyldu Ólafs sendum viđ einlćgar samúđarkveđjur.

Ingibjörg Kolka og Jón Bjarnason (Birtist í Mbl. laugardaginn 22. júlí 2017).


Bretar endurheimta fiskveiđilögsögu sína frá ESB

Fullt forrćđi yfir eigin fiskveiđilögsögu er hluti af sjálfstćđi ţjóđar.  Ţess vegna hafa Bretar nú sagt upp fiskveiđisamningum viđ ESB og tilkynnt ađ ţeir muni segja sig frá yfirráđum í Brüsel.

("Bretar segja upp 50 ára fiskveiđisamningi") fréttir rúv 02.07

 Ţeir muni fara međ yfirráđ og stjórn fiskveiđa í lögsögu sinni eins og önnur fullvalda ríki.

Mikilvćgt er ađ Íslendingar taki strax upp formlegar tvíhliđa viđrćđur viđ Breta um samstarf í fiskveiđimálum, sölu og markađssetningu sjávarafurđa.  

Fáir skilja nú svikulan hug eđa fávísi ţeirra stjórnmálamanna sem studdu umsókn ađ ESB vitandi ţađ ađ slík umsókn og ađild   ţýddi framsal á forrćđi sjávarauđlindarinnar til Brüssel.

 Ţađ lá fyrir frá fyrsta degi umsóknar. Ţessu kynntist ég vel sem ráđherra sjávarútvegsmála á ţeim tíma.  

Sem betur fór tókst ađ stöđva ESB umsóknina í tíma.

Eđlilegt er ađ ein fyrsta formlega yfirlýsing Breta viđ útgöngu úr ESB sé tilkynning um fullt forrćđi ţeirra yfir fiskveiđilögsögu ţjóđarinnar.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband