Nú er kaos í Cóvíð

Allt skipulag virðist nú hafa riðlast í vörnum gegn Cóvið.

Fólk fer í sýnatöku en getur ekki vænst svars fyrr en eftir tvo til þrjá daga.  Vill til að sóttkvíin er aðeins 5 dagar núna.

Vitað er þó að Íslensk erfðagreining getur náð halanum upp á einum sólarhring.  Hvers vegna er hún Í.E, ekki beðin um aðstoð

Fólk bíður og bíður. Vill ekki fara í vinnu hálfsjúkt eða smitandi. Né heldur til  gamals eða veikburða fólks og geta smitað

Landspítalinn hrópar á hjálp en fær engin svör.

Rætt er um að senda veikt fólk eða smitað í vinnu og jafnvel innan um sjúklinga og gamalt fólk

Sóttvarnalæknir ætlar að skoða málin í næstu viku. Heilbrigðisráðherra virðist týndur. 

Covið deildin lögð niður  og vísað á Heilsugæsluna.

Hver veit símatíma há Heilsugæslunni um nætur og helgar?

Það má vel vera að  90% þjóðarinnar þurfi núna að veikjast og sem allra fyrst. Engin tilhlökkun,

En grunnatriði heilbrigðisþjónustu verða þó að vera í lagi og stjórnvöld verða að gefa svör. 

 Það er óásættanlegt að fólk þurfi að bíða sólarhringum saman eftir niðurstöðu úr sýnatöku þegar vitað er að þekking og afl er til staðar að gera það  samdægurs. 

Forstjóri Landspitalans hrópar á hjálp. 

Þekki það af eigin raun.  Konan sem átti að fara í skurðaðgerð  með nokkuð langri svæfingu. Aðgerðinni  var frestað og frestað  frá því snemma í haust. Loks var hún mætt á skurðarborðið í vikunni. En þá var aftur hugsað um að fresta vegna veikinda bæði hjá starfsfólki og sjúklingum.

Hún var send heim um leið og hún vaknaði af skurðarborðinu og ekki sett inn á neina stofu m.a. af ótta við smit. Annars átti hún að vera yfir nótt

Og sem var hárrétt ákvörðun hjá lækninum og allt hefur gengið vel

Óþarfi að láta  allta enda í kaosi

Þjóðin er búin að takast á við þessa veiru í tvö ár og staðið af sér.  Það er því sárt að sjá þessa baráttu leysast upp í einu kaosi algjörri ringulreið.

Einu svör til forstjóra Landspítalans er axlaypting.

Fólk fer í sýnatöku vill vita hvað er að því. Sýnatakan einföld aðgerð:

" Þú færð niðurstöðu einhverntíma í næstu viku". 

 

ÆÆÆ


mbl.is Um tveggja sólarhringa bið vegna sýnahalans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband