Hæstiréttur á skilorði til áramóta

Hæstiréttur ætlar að birta opinberlega upplýsingar um hagsmunatengsl dómara frá og með 1. jan 2017.

Upplýsingarnar miðast við hagsmunatengslin á þeim degi. Hversvegna í ósköpunum er ekki hægt að birta þessar upplýsingar strax í dag ef þykir nauðsynlegt að bregðast við kröfu um gegnsæi.

Hvers vegna þarf að gefa frest í svona máli sem lýtur að hæfi og upplýsingagjöf um hæstraréttardómara?

Hæstaréttardómarar eru hluti af æðstu stjórn Lýðveldisins en eru hinsvegar ekki kosnir af þjóðinni eins og þingmenn og forseti.

Hversvegna þarf nokkurra vikna  biðtíma á opinberun þessara sjálfsögðu upplýsinga?

Þarf að fá svigrúm til að koma eignum fyrir?

 Eru einhverjir dómarar að hætta um áramót?

Það er lofsvert og sjálfsagt að gefa upp hugsanleg  hagsmunatengsl hæstaréttardómara refjalaust, en að þurfa að draga það í nokkrar vikur vekur óneitanlega tortryggni sem óþarfi er að bjóða upp á. Hæstiréttur birtir hagsmunatengsl

Hér er birt kafli úr frétt mbl í gær um málið

"Hæstirétt­ur ætl­ar að gera upp­lýs­ing­ar um hags­muna­tengsl hæsta­rétt­ar­dóm­ara aðgengi­leg á heimasíðu dóm­stóls­ins frá árs­byrj­un 2017. Þær upp­lýs­ing­ar sem verða birt­ar eru auka­störf dóm­ara, fast­eign­ir í eigu dóm­ara sem ætlaðar eru til ann­ars en eig­in nota, eign­ar­hlut­ar í hvers kyns fé­lög­um, all­ar skuld­ir dóm­ara sem ekki tengj­ast öfl­un fast­eigna til eig­in nota og aðild að fé­lög­um sem ekki starfa með fjár­hags­legu mark­miði. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Hæsta­rétti.

Upp­lýs­ing­ar þess­ar munu miðast við stöðu í árs­byrj­un 2017 og verða þær fram­veg­is upp­færðar jafnskjótt og til­efni er til. Telji aðilar að ein­stök­um dóms­mál­um sig þurfa að fá til­greind­ar upp­lýs­ing­ar um eitt­hvert áður­greindra atriða á til­teknu fyrra tíma­marki varðandi dóm­ara í mál­um þeirra geta þeir beint fyr­ir­spurn um það til Hæsta­rétt­ar, seg­ir jafn­framt í til­kynn­ing­unni".

Hvers vegna í ósköpunum er ekki hægt að gefa þessar upplýsingar strax í dag. Hæstiréttur birtir hagsmunatengsl


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband