Ungir Gnúpverjar stofna Félag um atvinnuuppbyggingu við Þjórsá

"Virkjun mun skila litlu til sveitarinnar" segir hópur áhugafólks sem býr á fyrirhuguðum virkjunarsvæðum Þjórsár. Stjórn félagsins er skipuð ungu fólki sem kýs að búa áfram í átthögum sínum og vill að náttúruauðlindir svæðisins sé verndað og nýtt með framtíðarhagsmuni heimafólks í huga.

Virkjun mun skila litlu til sveitarinnar  ( mbl,26.04. 2016

• Ungir Gnúpverjar stofna félag

Þjórsárdalur Horft yfir áhrifasvæði væntanlegrar Hvammsvirkjunar.
Þjórsárdalur Horft yfir áhrifasvæði væntanlegrar Hvammsvirkjunar.
[ Smelltu til að sjá stærri mynd ] 
„Við eigum að nýta auðlindir sveitarinnar fyrir fólkið í sveitinni. Atvinnulífið þarf að vera fjölbreyttara svo ungt fólk eigi raunhæfan möguleika á að geta snúið aftur heim,“ segir Anna Björk Hjaltadóttir, formaður Félags um atvinnuuppbyggingu við Þjórsá. Stofnað var til þessa félags á dögunum af ungu fólki úr Skeiða- og Gnúpverjahreppi sem er annt um hag heimasveitar sinnar. Sem kunnugt er stendur til að reisa þrjár aflstöðvar í neðri hluta Þjórsár og yrði Hvammsvirkjun þar efst. Undirbúningur að framkvæmdum þar er kominn nokkuð áleiðis, en er í biðstöðu nú á meðan verið er að endurmeta umhverfisáhrif þau sem orkuverið kann að hafa á útivist og ferðaþjónustu.

 Auðlind sé nýtt

„Við höfum litið á úrskurð Skipulagsstofnunar um endurskoðun umhverfismats sem hvatningu til að skoða möguleika í sveitinni okkar. Auka þarf verðmætasköpun og skapa atvinnutækifæri fyrir ungt fólk. Það er sóun að frumvinna auðlindir með því að virkja þegar við getum fullunnið þær sjálf. Mannfjöldaþróun í sveitinni er neikvæð. Fjöldi fólks á barneignaraldri er nokkuð undir því sem telst heilbrigð samsetning samfélags,“ segir Anna Björk sem er frá bænum Fossnesi, nærri mynni Þjórsárdals. Hún er viðskiptafræðingur að mennt og býr og starfar í Reykjavík. Svo er eins farið um marga aðra í félaginu. Er stjórn félagsins skipuð ungu fólki sem fýsir að búa í átthögum sínum.

 Sprotar og búskapur

„Okkur langar til að hitta fólk sem er á sama stað. Erum til þess að hlusta á hvað þessi hópur þarf og langar að láta draumana um sveitina sína rætast,“ segir Anna Björk. „Í Skeiða-og Gnúpverjahreppi vantar fjölbreytni í atvinnu svo þar verði til fjölbreytt samfélag. Með félaginu viljum við skapa vettvang fyrir fólk með góðar hugmyndir um til dæmis ferðaþjónustu, búskap, sprotafyrirtæki eða annað. Virkjun getur skilað sveitinni einhverju meðan á framkvæmdum stendur, en litlu þegar til lengri tíma er litið.“

 
Tekið er undir hvert orð hjá Önnu Björk og ungum íbúum Gnúpverja - og Skeiðahrepps óskað góðs gengis í baráttunni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband