Evr­ópu­sam­bandið er ekki matseðill

Evr­ópu­sam­bandið er ekki mat­seðill sem hægt er að velja bestu bit­ana af en sleppa sleppa hinu. Þetta kom fram í máli Mart­ins Schulz, for­seta Evr­ópuþings­ins, í ræðu sem hann flutti í London School of Economics í dag. Vísaði hann þar til viðræðna breskra stjórn­valda við Evr­ópu­sam­bandið um breytta skil­mála fyr­ir veru Bret­lands í sam­band­inu. (Mbl. greinir frá

Evr­ópu­sam­bandið ekki „mat­seðill“

Það voru hinsvegar rök margra þeirra sem samþykktu umsókn um aðild að Evrópusambandinu á Alþingi 2009.  Alltaf hefur legið ljóst  fyrir að  ekkert slíkt er í boði, annaðhvort allt eða ekkert. Það hefðu þeir þingmenn átt að vita  fyrir sem samþykktu umsóknina á Alþingi á sínum tíma en héldu svo öðru fram. Tvískinnungur þingmanna í ESB málinu hefur átt stóran þátt í að rýra traust almennings á Alþingi.

Tvískinnungur alþingsmanna rýrir traust Alþingis

Forystumenn Samfylkingar og Vinstri grænna halda því enn fram að ljúka eigi samningum um inngöngu í Evrópusambandið. Þeir lifa enn í þeirri trú að hægt sé að velja góðbitana úr  og sleppa öðrum bragðvondum. "Evrópusambandið er ekki matseðill þar sem gestirnir geta valið úr" sagði forseti Evrópuþingsins við Breta í dag. Það er flestum óskiljanlegt að flokkur sem telur sig andvígan inngöngu í Evrópusambandið og vill segja sig úr Nató en getur ekki stutt afturköllun umsóknarinnar að ESB. 

Framsókn og Sjálfstæðisflokkur  lofuðu því fyrir kosningar að afturkalla umsóknina að ESB en úr varð bréf sem enginn skilur. Evrópusambandið sjálft telur umsóknina virka og í fullu gildi.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband