Þegar æðsti strumpur kallar

Forystumenn ESB og Bandaríkjanna leggja nú til að viðskiptaþvingunum gegn Rússlandi verði hætt í sumar. "Refsiaðgerðum hugsanlega hætt í sumar". 

Tilgangsleysi þvingana af þessum toga er algjört og bitnar helst á almenningi, atvinnulífi, framleiðslu og kjörum þeirra sem vinna í frumframleiðslu og þjónustustörfum.  Viðskiptaþvinganirnar og gagnþvinganir Rússa eru að vinna illbætanlegt tjón á landbúnaðar- og matvælaframleiðslu í mörgum Evrópulöndum. Sjóðir ESB sem áttu að bæta löndunum það tjón ganga til þurrðar og aðilar eru nauðbeygðir til að losna úr þessari klípu. 

Barack Obama sagði nýverið að viðskiptabannið á Kúbu væru ein stærstu pólitísku mistök Bandaríkjanna

Utanríkisráðherrar sem týna áttum

Brýnt er að sett verði lög og skýrar verklagsreglur sem komi í veg fyrir blinda þátttöku Íslands í þvingunarðagerðum eða stuðningi við stríðsyfirlýsingar gagnvart öðrum þjóðum. Slíkt má ekki vera í hendi eins ráðherra sem hefur týnt áttum í ferðalögum og veisluboðum á erlendri grundu.

Gildir þar einu um hvort það eru uppáskriftir á loftárásir og innrás í Írak, Afganistan, Sýrland, Libýu eða viðskiptastríð gegn Rússum.

Sjálfstæði í utanríkismálum

Hryðjuverkalögin sem Bretar settu á Íslendinga með stuðningi annarra ESB landa ættu að vera okkur næg lexía og undirstrika mikilvægi sjálfstæðrar stöðu Íslands á alþjóðavettvangi.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband