Að ganga í ESB um bakdyrnar ?

Samningur við Evrópusambandið um stórfelldan innflutning á tollfrjálsum, niðurgreiddum kjötvörum frá Evrópusambandsríkjum getur sett fæðuöryggi og atvinnu hundruða ef ekki þúsunda fólks í uppnám.

Það lítur út fyrir, að eins sé farið með þessar aðgerðir og  samskiptabannið á Rússa:

menn vita ekkert fyrirfram um afleiðingar gjörða sinna.

Allt bendir líka til, að þessi utanríkisviðskiptasamningur sé unnin ekki síður á vegum utanríkisráðuneytisins og á forsendum krafna Evrópusambandsins sjálfs.

Það er lágmarks krafa til íslenskra stjórnvalda að gerð sé fyrirfram úttekt á áhrifum slíkra milliríkjasamninga áður en þeir eru staðfestir:

Hvaða áhrifa hafa þessir samningar á kjötvinnslu og alla matvælavinnslu í landinu?

Hve mörg stöðrf eru í húfi ef innflutningur á unnum kjötvörum verður með þeim hætti sem samningurinn gerir ráð fyrir?

Hve mörg störf er raunhæft að  komi á móti þeim senm tapast?

Hvaða áhrif hefur þessi væntanlegi stóraukni innflutningur á viðskiptajöfnuð okkar við útlönd?

Vöruskiptahallinn fyrsta átta mánuði ársins nemur um 8 milljörðum króna.  Vöruskipti óhagstæð um 8 milljarða króna

Ekkert er í kortunum annað en sá vöruskiptahalli muni aukast.

Það er að leika sér að eldinum til framtíðar að kalla eftir auknum innflutningi á matvöru sem með góðu móti er hægt að framleiða hér á landi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband