Þjóðverjar eignast flugvelli Grikklands

Gríska rík­is­stjórn­in samþykkti í dag að þýska fyr­ir­tækið Fra­port-Slentel tæki við rekstri fjór­tán flug­valla í Grikklandi til næstu fjöru­tíu ára. Samn­ing­ur­inn er met­inn á 1,23 millj­arða evra, sem jafn­gild­ir um 181 millj­arði ís­lenskra króna.Um er að ræða flug­velli á mörg­um af helstu ferðamanna­stöðum Grikk­lands. Þjóðverj­ar taka við rekstri 14 flug­valla

Ein fyrsta krafa ESB á hendur Grikkjum var einkvæðing opinberrar þjónustu. Grikkir eru  píndir til að selja kínversku fyrirtæki helstu hafnir sínar.

Nú er komið að Þjóðverjum sem fá strax í sinn hlut helstu flugvelli landsins. Þannig missir Grikkland jafnt og þétt sjálfstæði sitt og sjálfforræði.

"Sein­asta rík­is­stjórn Grikk­lands hafði náð sam­komu­lagi við Fra­port en ákveðið var að bíða með málið eft­ir að rík­is­stjórn Al­ex­is Tsipras, leiðtoga vinstri­flokks­ins Syr­iza, komst til valda í janú­ar­mánuði.

Gríska rík­is­stjórn­in staðfesti í dag að hún hefði samþykkt einka­væðing­una fyr­ir sitt leyti...

Þetta er fyrsta einka­væðing­in sem til­kynnt er um eft­ir að fjár­málaráðherr­ar evru­ríkj­anna samþykktu á föstu­dag­inn að veita Grikkj­um 86 millj­arða evra lán gegn ströng­um skil­yrðum.

Rík­is­stjórn Tsipras hef­ur fall­ist á að selja rík­is­eign­ir í sam­ræmi við sam­komu­lagið við lán­ar­drottna Grikk­lands. Leig­an á flug­völl­un­um fjór­tán er liður í því sam­komu­lagi.

Lán­ar­drottn­arn­ir hafa meðal ann­ars gert þá kröfu að grísk stjórn­völd setji á stofn sér­stak­an fimm­tíu millj­arða evra sjóð um rík­is­eign­ir sín­ar." Mbl.is greinir frá: Þjóðverj­ar taka við rekstri 14 flug­valla.

  Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur enn ekki samþykkt að taka þátt í "kúgunarpakka" Evrópusambandsins og segir stefnu þess alranga og muni keyra efnahag Grikkja enn dýpra niður.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband