Alvarleg mistök utanríkisþjónustunnar

Stuðningur við refisaðgerðir Evrópusambandsins gegn Rússum eru  alvarleg mistök íslensku utanríkisþjónustunnar. Með þátttöku sinni í óskilgreindum refsiaðgerðum eru Íslendingar að breyta um stefnu frá hlutleysi sem þeir hafa annars jafnan fylgt í slíkum málum allt frá stofnun sjálfstæðis landsins.

Viðskiptaþvinganirnar nú eru algjörlega á fosendum Evrópusambandsins sjálfs og Íslendingar virðast engan hlut eiga að máli við undirbúning þeirra. Ekkert mat virðist hafa verið lagt fyrirfram á tilgang þeirra, áhrif eða afleiðingar.

Viðskiptafrelsi hverrar þjóðar er hornsteinn sjálfstæðis hennar og ákvarðanir í þeim efnum eiga að takast á heimavelli en ekki sem taglhnýtingar annarra þjóða eða ríkjasambanda.

Svo virðist sem Evrópusambandið gefi út yfirlýsinguna fyrir Íslands hönd um stuðninginn við refsiaðgerðirnar. Íslendingar hafa að jafnaði ekki tekið þátt í þvingunaraðgerðum stórveldanna en verið boðberar sjálfstæðis, friðar, sátta og mannréttinda á alþjóðavettvangi

Við Íslendingar höfum þurft að berjast fyrir rétti okkar og sjálfstæði sem strandríkis um yfirráð fiskveiðilögsögunnar og eðlilegri hlutdeild í deilistofnum eins og síldar, makríls og kolmunna. Þetta er hluti af fullveldisbaráttu okkar

Markaðir fyrir makrílafurðir í Rússlandi og öðrum Austur- Evrópulöndum eru okkur miklivægir.

Um 30 milljarða tekjur af makríl á ári fyrir Ísland skiptu sköpum í endurreisn efnahagskerfisins eftir hrun.

Nágranna þjóðir okkar nema Færeyingar brugðust við með hryðjuverkalögum og hótunum um viðskiptaþvinganir. Samt eru þetta áfram okkar vinaþjóðir

Nú koma menn fram af fullkominni vanþekkingu og segja ekkert mál að finna nýja markaði fyrir uppsjávarfisk eins og makríl inn í lönd Evrópusambandsins.

Staðreyndin er hinsvegar sú að það er 18% tollur á makríl inn í ESB og refsivöndurinn á lofti ef við göngum ekki að kröfum þeirra um skiptingu makrílkvóta.

Hvaða staða er það fyrir Ísland að þurfa að knékrjúpa fyrir ESB og biðja þá um að fella niður innflutningstolla á makrílafurðir?

Evrópusambandið getur sagt: sjálfssagt að skoða það en þá verðið þið fyrst að fallast á kröfur okkar um yfirráð yfir makrílveiðunum.

Stuðningur Íslands við refsiaðgerðir ESB gegn Rússum er afar vanhugsuð aðgerð og getur snúist gegn okkar eigin sjálfsákvörðunarrétti sem þjóðar eins og í fiskveiðum, frelsi í viðskiptum og áhrifum á alþjóðavettvangi

Það er mikilvægt bæði fyrir Ísland og Rússland og alþjóðasamfélagið að þessar þjóðir eigi áfram gott samstarf og fjölþætt viðskipti eins og þær hafa átt áratugum saman.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband