Staksteinar aðvara ríkisstjórnina

Ísland er enn með stöðu umsóknarríkis hjá ESB. Þar með er beiðni um inngöngu í sambandið áfram opinber stefna íslenskra stjórnvalda þó svo sitjandi ríkisstjórn hafi inngönguna ekki á sinni stefnuskrá.

EF ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks stendur ekki við loforð sín um skýra og afdráttarlausa afturköllun ESB umsóknarinnar fara svik hennar á blað með "mestu pólitískum svikum sögunnar".

Landsfundarsamþykktir og kosningaloforð núverandi ríkisstjórnarflokka um afturköllun umsóknarinnar og lokunar Evrópustofu voru skýr.

Það var líka stefna Vinstri grænna og kosningaloforð vorið  2009. Í Staksteinum eru svik VG og Samfylkingar í síðustu ríkisstjórn tíunduð.   Væru ekki tvö brot stærri en eitt?

Staksteinar skafa ekki utan af svikunum varðandi ESB umsóknina:

"Einhver mestu pólitísku svik sögunnar, þessi þegar Steingrímur J. bakkaði frá margítrekuðum skýrum loforðum um að fara ekki í aðildarviðræður að loknum kosningum 2009, voru fyrsta skrefið í þá átt að afmá muninn á VG og Samfylkingu.

Steingrími tókst að hrekja ESB-andstæðingana úr flokknum og fá þá sem eftir voru til að fylkja sér um kíkja-í-pakkann-stefnuna til að þóknast Samfylkingunni".

Ekkert nýtt er í þessum setningum um forystu VG, en skilaboðin til forystumanna Framsóknar og Sjálfstæðisflokks eru hinsvegar skýr.

Eitthvert kurteisisbréf utanríkisráðherra til Brüssel hefur mönnum þar á bæ ekki þótt svaravert.

Formenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hljóta að taka aðvörunarorð Staksteinahöfundar alvarlega.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband