Viltu ganga í Evrópusambandið eða ekki?

Beiðnin um inngöngu í Evrópusambandið sem send var 2009 var með skýlausum fyrirvörum af hálfu Alþingis, fyrirvörum sem ESB féllst ekki á meðal annars um yfirráð yfir sjávarauðlindinni" sagði Erna Bjarnadóttir í Kastljósi áðan.

"Þess vegna er ekki hægt að halda áfram með umsóknina nema Alþingi felli niður þessa fyrirvara og ríkisstjórnin sæki sér nýtt umboð".

Þjóðaratkvæðagreiðsla um að halda áfram þessari umsókn er ómöguleg því umsóknin með fyrirvörum Alþingis er efnislega og pólitískt stopp. Samfylkingin sjálf gafst upp á að fylgja eftir þessu eina baráttumáli sínu í janúar 2013: Menn þar á bæ vissu að það var ekki hægt. Forysta Vinstri grænna eru áfram föst í tvískinningnum.

Viðræðunum við ESB um þessa þingsályktun er því í raun lokið. Samninganefnd Íslands hafði hvorki heimild til né gat samþykkt einhliða kröfur ESB.

 Það er ekkert til sem heitir aðildarviðræður heldur er spurningin aðeins um viltu ganga í Evrópusambandið ekki.

 Úr stækkunarhandbók ESB 

„Í fyrsta lagi er mikilvægt að undirstrika það að hugtakið samningaviðræður getur verið misvísandi. Aðildarviðræður snúast um skilyrði fyrir og tímasetningar á upptöku umsóknarlands á reglum ESB, framkvæmd þeirra og beitingu – sem fylla 100 þúsund blaðsíður. Um þessar reglur ... verður ekki samið.“

 ([1] “First, it is important to underline that the term "negotiation" can be misleading. Accession negotiations focus on the conditions and timing of the candidate's adoption, implementation and application of EU rules - some 90,000 pages of them. And these rules ... are not negotiable.” (Sjá: http://ec.europa.eu/enlargement/pdf/publication/enl-understand_en.pdf)

Framhald aðlögunarviðræðna getur því ekki orðið nema að meirihluti þings og þjóðar vilji fara í Evrópusambandið og gangi til skilyrðislausra viðræðna. Fyrir því er enginn pólitískur vilji sem betur fer. Yfir 60% þjóðarinnar sem afstöðu tóku í nýafstaðinni skoðanakönnun var andvígur inngöngu í ESB. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband