91% kjósenda Framsóknar andvígir ESB aðild

Afdráttarlaus vilji þjóðarinnar stendur til þess að Ísland sé áfram frjálst og fullvalda ríki meðal þjóða heimsins.

Þetta má lesa úr nýlegri skoðanakönnun sem Gallupp vann fyrir Heimssýn þar sem spurt var um afstöðu til inngöngu í Evrópusambandið. 60% landsmanna á móti inngöngu í ESB

Meirihluti íbúa á öllum landssvæðum lýstu þessum vilja sínum í könnuninni.

Ef aðeins eru tekin svör þeirra sem skýra afstöðu tóku þá eru liðlega 60% þjóðarinnar andvíg inngöngu Íslands í ESB.

Kjósendur Framsóknarflokksins þurftu ekki að velta svörum við spurningunni lengi fyrir sér.

85% þeirra sem sögðust kjósa Framsóknarflokkinn vor andvígir inngöngu í sambandið, 7% hlynntir en 8% tóku ekki afstöðu.

Ef aðeins er litið til þeirra sem afstöðu tóku eru liðlega 91% framsóknarmanna andvígir inngöngu í ESB.

Eitt af stærstu kosningaloforðum Framsóknarflokksins var afturköllun umsóknarinnar að ESB.

Þess er nú beðið að þau loforð verði efnd af hálfu ríkisstjórnar og alþingis.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband