Kjósendur VG andsnúnir inngöngu í ESB

Kjósendur Vinstri grænna eru andsnúnir inngöngu Íslands í ESB eða 44%, en  30% kjósenda hreyfingarinnar eru hlynntir inngöngu, fjórðungur tekur ekki afstöðu. Þetta má lesa út úr könnun sem Capacent gerði fyrir Heimssýn um afstöðu landsmanna til inngöngu í Evrópusambandið.

60% andvíg inngöngu í ESB 

Ef aðeins er horft til þeirra sem tóku afstöðu eru 60% kjósenda VG andvígir inngöngu í Evrópusambandið

Rétt er að minna á að Vg missti rúman helming kjósenda sinna við síðustu alþingiskosningar sem  má ætla að hafi margir verið hörðustu andstæðingar umsóknarinnar að ESB.

Þetta ætti að vera forystu Vg umhugsunarefni þegar hún tekur afstöðu til afturköllunar á þeirri umsókn sem nú er inni hjá ESB.

Viðræður við ESB hafa leitt í ljós það sem áður var vitað, að umsóknarríkið verður að taka upp öll lög og regluverk sambandsins.

Ekki er um neinar varanlegar undanþágur að ræða:

"Hins vegar setur sambandið ávallt fram þá meginkröfu í aðildarviðræðum að viðkomandi ríki gangi að öllu regluverki þess óbreyttu, hvort sem um er að ræða bindandi eða óbindandi gerðir eða dóma dómstóls ESB. (Úr skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands) .

 Það væri í samræmi við stefnu Vg og vilja kjósenda að þingmenn flokksins hefðu nú frumkvæði um afturköllun umsóknarinnar á Alþingi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband