Með heiminn allan sem augastein

heimsyn_-_merki.jpgHeimssýn hefur allt frá stofnun staðið í fylkingarbrjósti þeirra sem vilja standa vörð um sjálfstæði þjóðarinnar. Hart hefur verið sótt að fullveldinu, bæði af pólitískum og hagsmunatengdum öflum sem virðast oft reiðubúin til að gefa frá sér frumburðarréttinn, fullveldið, í þágu tímabundins pólitísks eða persónulegs ávinnings.

   Merki hreyfingarinnar er auga með heiminn allan sem augastein og er tákn fyrir að horfa beri til alls heimsins eftir frjálsum og friðsamlegum samskiptum, viðskiptum og samvinnu á jafnréttisgrunni en einblína ekki á afmarkaðan hluta hans.

Sjá grein í Morgunblaðinu í dag : Ísland og umheimurinn.

og á vef Heimssýnar

Jón, Jóhanna og Halldóra: Verjum fullveldi og sjálfstæði Íslands

 

johanna-maria_1254544.jpg

 jon_bjarnason_1254547.jpghalldora_hjaltadottir.jpg

 

 

Heimssýn – hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum – var stofnuð 27. júní 2002. Hreyfingin er þverpólitísk samtök þeirra sem vilja að Íslendingar haldi áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins. Í ávarpi sem samtökin sendu frá sér í kjölfar stofnfundarins segir:

„Íslendingar hafa á tæpri öld fest sig í sessi sem sjálfstæð þjóð með öflugt atvinnu- og menningarlíf þar sem velferð þegnanna er tryggð. Einstakur árangur fámennrar þjóðar væri óhugsandi nema fyrir það afl sem felst í sjálfstæðinu.“

Merki hreyfingarinnar er auga með heiminn allan sem augastein og er tákn fyrir að horfa beri til alls heimsins eftir frjálsum og friðsamlegum samskiptum, viðskiptum og samvinnu á jafnréttisgrunni en einblína ekki á afmarkaðan hluta hans.

Heimssýn eru fjöldasamtök sem reiða sig alfarið á félagsgjöld og frjáls framlög til starfsemi sinnar.

Sjálfstæðið er sívirk auðlind

 Heimssýn hefur allt frá stofnun staðið í fylkingarbrjósti þeirra sem vilja standa vörð um sjálfstæði þjóðarinnar. Hart hefur verið sótt að fullveldinu, bæði af pólitískum og hagsmunatengdum öflum sem virðast oft reiðubúin til að gefa frá sér frumburðarréttinn, fullveldið, í þágu tímabundins pólitísks eða persónulegs ávinnings.

Þegar litið er nú til hins ótrygga ástands í Evrópu, svo sem fjöldaatvinnuleysis, einkum hjá ungu fólki í suður- og austurhluta Evrópusambandsins, getum við með stolti horft til þess að hér á Íslandi hafa langflestir atvinnu við sitt hæfi þótt við að sjálfsögðu munum ávallt takast á um forgangsröðun og skiptingu þjóðartekna. Lýðræðið er í okkar höndum og á grundvelli sjálfstæðis öxlum við ábyrgð í öllum samningum og samskiptum við aðrar þjóðir, ríki og ríkjasambönd.

Vildum við nú vera í sporum Grikkja sem reyna að hrista af sér ok, tilskipanir og yfirgang hins miðstýrða evrópska Brüsselvalds?

Ráðum sjálf okkar fiskveiðilögsögu

 Við höfum svo sem fengið að kenna á klóm þessa nýja heimsveldis. Með samstöðu þjóðarinnar unnum við landhelgisstríðið og náðum fullum yfirráðum yfir fiskveiðilögsögunni. Síðustu ár höfum við hins vegar fengið yfir okkur hótanir Evrópusambandsins um viðskiptaþvinganir og löndunarbann, þegar við veiddum fisk eins og makríl innan okkar eigin landhelgi.

Allt frá árinu 2010 höfum við veitt makríl innan okkar eigin lögsögu fyrir milli 20 og 30 milljarða króna á ári í útflutningsverðmæti. Aðeins í krafti þess að við ráðum okkar eigin fiskveiðilögsögu og erum ekki gengin í Evrópusambandið getum við sótt þessi verðmæti. Svo einfalt er það. Tekjur þjóðarbúsins af þessum veiðum námu 22 milljörðum króna á síðasta ári.

Stjórnmálamenn eða forystumenn í atvinnulífi þjóðarinnar mega ekki tala um fullveldið af léttúð. En því miður virðast sumir þar á bæ vera reiðubúnir til að framselja rétt okkar yfir fiskveiðiauðlindinni í tilraunum sínum til að koma landinu inn í Evrópusambandið. Það yrðum við að gera ef halda ætti áfram með þá umsókn sem send var inn árið 2009 og er nú í biðstöðu vegna krafna ESB.

Kröfur ESB liggja fyrir

 Umsókn um aðild Íslands að Evrópusambandinu var illu heilli send inn í júlí 2009. Var það gert án atbeina þjóðarinnar en stutt með yfirlýsingum nokkurra þingmanna sem sögðust andvígir aðild en vildu prófa hvað væri í boði.

Skilyrði og kröfur ESB eru nú skýrar, hvort sem þær liggja fyrir í formlegum opnunarskilyrðum eða því að einstaka kaflar hafa einfaldlega ekki verið opnaðir. Hægt er að benda á samningskaflann um sjávarútveg þar sem ESB neitaði að opna á viðræður vegna skilyrða Alþingis og sleit þar með í raun viðræðunum.

Af hálfu Evrópusambandsins er lögð áhersla á það að það sé umsóknarríkið sem er að ganga í ESB en ekki öfugt.

Ekki er um neinar varanlegar undanþágur að ræða frá grunnsáttmálum Evrópusambandsins. Þeir sem voru í vafa hafa fengið sín svör.

Áskorun um afturköllun umsóknarinnar

 Framkvæmdastjórn Heimssýnar samþykkti nýlega eftirfarandi ákall til ríkisstjórnar og Alþingis:

„Heimssýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, ítrekar nauðsyn þess að umsókn Íslands um aðild að ESB verði dregin til baka. Umsóknin var samþykkt og send ESB á forsendum sem reynslan hefur sýnt að standast ekki. Samningur um aðild að ESB snýst um skilyrði og tímasetningu fyrir innleiðingu umsóknarríkis á reglum ESB. Þessar reglur eru ekki umsemjanlegar eins og fram kemur hjá ESB.

Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar hefur þá skýru stefnu að Ísland eigi að standa utan ESB. Sú stefna er studd samþykktum æðstu stofnana ríkisstjórnarflokkanna.

Það er mikilvægt fyrir þjóð eins og Íslendinga að þeir haldi fullveldi sínu og forræði í eigin málum.

Það er því rökrétt framhald að stjórnin leggi til við Alþingi að umsóknin verði dregin til baka og að Alþingi samþykki þá tillögu.“

Á þetta mun enn reyna á næstu dögum. Heimssýn hvetur til þess að landsmenn allir standi saman eins og í landhelgisstríðinu fyrir um 35 árum og verji fullveldi og sjálfstæði Íslands og afturkalli umsóknina um inngöngu í Evrópusambandið.

 Jón er fv. ráðherra og form. Heimssýnar, Jóhanna María er þingmaður og varaformaður Heimssýnar, Halldóra er nemi í stjórnmálafræði við HÍ og ritari Heimssýnar.

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband