Aðalfundur Heimssýnar í kvöld kl. 20

 Sérstakur gestur fundarins er Ágúst Þór Árnason aðjúnkt við Lagadeild Háskólans á Akureyri, en hann er höfundur viðauka 1 við skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um aðildarumsókn Íslands að ESB.

Hann ræðir um  "Aðildarumsókn Íslands í sögulegu ljósi og stöðu mála innan Evrópusambandsins". - Hver  er staðan?

  -  Heimssýn -hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum - boðar til aðalfundar í kvöld kl. 20 í Snæfelli, Hótel Sögu.

Heimssýn er þverpólitísk samtök sem berjast fyrir opnu og sjálfsstæðu Íslandi utan ESB -klúbbsins.

Ég hef oft velt fyrir mér spurningum eins og: 

Hvað vissu þingmenn um aðildarferið að ESB áður en þeir samþykktu að senda beiðni um inngöngu í sambandið  vorið 2009 ?

Héldu þeir í raun að hægt væri að semja sig frá grunnskilyrðum ESB aðildar?

Ætli að þingmenn hafi þá lesið grunnatriði stækkunarferlis ESB sjálfs áður en þeir greiddu atkvæði ?: 

 Aðildarviðræður snúast um skilyrði um tímasetningar á upptöku umsóknarlands á reglum ESB, framkvæmd þeirra og beitingu.  Um þessar reglur … verður ekki samið.“ 

Svo virðist t.d. ekki vera hjá þingmönnum sem sögðu já við umsókninni en sögðust samt vera á móti aðild.

Mikilvægt er að ljúka "bjölluatinu í Brussel" og afturkalla umsóknina eins og núverandi stjórnarflokkar hafa lofað.

Allt áhugafólk um feril og stöðu ESB umsóknar Íslendinga og ástandið innan Evrópusambandsins er hvatt til að koma og kynna sér málin.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband