Morgunleikfimin verður áfram á sínum stað í Ríkisútvarpinu

Morgunleikfimin verður áfram á sínum stað á Rás 1. Þetta kom fram í yfirlýsingu frá Ríkisútvarpinu í dag.

Í pistli mínum fyrr í dag var vitnað í orð Halldóru Björnsdóttur í Morgunleikfiminni í morgun að þetta yrði síðasti þáttur hennar. Útvarpsstjórinn og þjóðarsálin

Sem betur fer hafði verið fallið frá áformum um breytingar á þættinum eða fella hann niður  eftir að upptakan fór fram en láðst að gæta þess í útsendingunni.

http://www.vb.is/frettir/108751/

Útvarpsstjóri fullvissaði  mig um í símtali að Morgunleikfimin yrði óbreytt áfram  á sínum stað og hann gerði sér fullkomlega grein fyrir mikilvægi hennar í dagskránni.

Gott er til að vita og með góðri Morgunbæn, Orði kvöldsins og Morgunleikfimi Halldóru Björnsdóttur  óska útvarpsstjóra farsældar í starfi 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband