Útvarpsstjórinn og þjóðarsálin

Morgunleikfimin á Rás 1 skal felld niður frá og með morgundeginum. Þetta tilkynnti Halldóra Björnsdóttir í lok þáttarins í morgun ,en hún hefur verið  umsjónarmaður morgunleikfimi síðan 1987 og sannur heimilisvinur fjölda fólks.  Morgunleikfimin  þykir víst of fyrirferðamikil í dagskránni hjá nýja útvarpsstjóranum. Morgunleikfimin er þó ekki aðeins mikilvæg fyrir þá sem nutu hennar og tóku þátt,  heldur  ekki síður hvatning og góð áminning fyrir hreyfingu og hollu líferni.  Þekki ég fjölda fólks einkum eldra fólks, sjúklinga og heima sitjandi, fólks  á elli- og hjúkrunarheimilum  sem nýtur hennar sérstaklega. Morgunleikfimi  Ríkisútvarpsins  með Halldóru Björnsdóttur hefur fylgt þjóðinni síðan 1987.

Sjálfssagt kemur einhver umræðuþáttur í staðinn um gildi hreyfingar þar sem hver hlær upp í annan og hefur óendanlega mikið vit á málinu.

Jafnhliða þessu er ráðist að morgunbæn útvarpsins og orði kvöldsins sem var okkur mörgum notaleg, holl og góð.  

Þessar fáu mínútur þóttu taka of mikinn tíma í dagskrá en frá hverju veit ég ekki.

Útvarpsstjóri án sambands við þjóðina

Útvarpsstjóri hefur vitnað til einhverrar hlustendakönnunar sem hann hefur þó að ég best veit ekki birt. Vafalaust hefur sú könnun, ef hún hefur verið gerð tekin í gegnum netið eins og margar aðrar slíkar.  Margt eldra fólk og reyndar fjöldi annarra tekur ekki þátt í slíku eða á ekki kost á því, enda það ekki málið.

Sérstaklega vegið að öldruðum, sjúkum og þeim sem eru meir bundin heimavið

Að vitna til slíkra kannanna sér til stuðnings eru ósköp vesældarleg rök.  Mér finnst útvarpsstjóri

með þessum aðgerðum sínum vega beint að eldra fólki , sjúkum og þeim sem eru meir en aðrir bundnir við heimili sín, mörgum dyggustu áheyrendum Ríkisútvarpsins.

Ég skora á  einstaklinga og öll samtök um heilbrigði og hollustu og gildi hreyfingar að mótmæla þessum aðgerðum útvarpsstjóra.  Samtök aldraðra ættu að láta málið til sín taka.

Að fella niður áratuga fast útvarpsefni sem á sér gróinn sess meðal þjóðarinnar án raka  er ekki lengur fyndið né  nýtískulegt heldur miklu frekar undirstrikar hroka og  firringu stjórnenda útvarps þjóðarinnar.

Sjáðu nú að þér útvarpstjóri góður

Ég skora á útvarpsstjóra á endurskoða áform sín og halda  Morgunleikfiminni, Orði kvöldsins og Morgunbæninni áfram á dagskrá  Ríkisútvarpsins.

Morgunleikfimin, allir með - Mbl 

 

Morgunleikfimin verði áfram! - Sibs 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband