Vélráð og hervæðing í Brüssel

Þessar klukkustundirnar er vélað um það milli leiðtoga gömlu heimsvelda Evrópusambandsins  hvernig æðstu embætti innan sambandsins skiptast, hver fær hvaða bitling.

Lítið fer fyrir lýðræðinu í þeim vinnubrögðum.  Meira að segja Bretar eru hafði utangarðs vegna óþægðar sinnar og andstöðu við aukna miðstýringu og samþjöppun valds  til höfuðstöðvanna í Brüssel.  Áhrif  Íslands yrðu fátækleg, ef það væri komið inn í þennan lokaða klúbb.

Í bestafalli fengi utanríkisráðherrann að fylla út í myndatökurammann!

Gagnrýnendur Evrópusambandsins unnu stórsigur í nýafstöðnun kosningum til Evrópuþingsins víðast í Evrópu.

Þeir lýsa harðari andstöðu við þá þróun samþjöppunar valds og andlýðræðislegra vinnubragða sem þar á sér nú stað.

ESB sinnum er órótt  hér á landi  sem annarsstaðar í Evrópu og  reyna að stimpla þessa gagnrýnendur  sem andstæðinga mannréttinda og kalla þá öllum illum nöfnum.

„ Andlýðræðislegt skrímsli“

Þórarinn Hjartarson fjallar um málið í ágætri grein sinni í Fréttablaðinum í gær 

sem hann kallar „Borgaralegt frjálslyndi og alþýðlegt íhald" :

„Ný pólitísk skipting er á milli frjálslyndrar frjálshyggju og íhaldssemi. Það er nær að kenna hina breiðu hægrifylkingu ESB-andstæðinga við "alþýðlegt íhald" en hægri öfgar. Hún snýst nefnilega gegn elítunni. Það má vísast bendla hana við andfrjálslyndi, en ekki andlýðræði. Hún hafnar því afsali lýðræðis og fullveldis sem ESB stendur fyrir, því "andlýðræðislega skrímsli" eins og Marine Le Pen kallar það réttilega“.

 Vísar Þórarinn jafnframt til öfgafullrar og heiftrækinnar umræðu einstakra póltískra afla og fjölmiðla hér á landi  af því tilefni

Hin nýja hervæðing Evrópu

 Vinstri menn hér á landi sem víða í Evrópu hafa áður barist gegn útþenslustefnu Nató og hervæðingu Evrópu . Nú virðist hafa orðið breyting á.  Þeir berjast nú margir  fyrir inngöngu í Evrópusambandið, sem  er á hraðferð til algjörlega miðstýrðs ríkjasambands.

Þá  hervæðist Evrópusambandið nú af kappi og stofnun sameiginlegs hers er á næsta leiti.

Verða það örlög íslenskra krata að kalla Evrópuherskyldu yfir þjóðina.

Utanríkisráðherra Íslands  er vonandi ekki  búinn að tapa endanlega áttum í ESB málin frá því  sem var fyrir kosningar á síðasta ári.

En sú spurning gerist mjög áleitin.

Ferðalög ráðherrans út um heim leysir hann ekki undan verkum sínum , skyldum og ábyrgð hér innanlands.

Mikilvægt er að staðið sé við gefin loforð um að draga umsókn að ESB afdráttarlaust til baka. Það verður að gerast  áður en landið sogast lengra og dýpra inn í það ferli sem virðist á full ferð hér á landi  þvert á gefnar yfirlýsingar stjórnvalda.  

En orð utanríkisráðherra og yfirlýsingar  á fyrsta ári ríkisstjórnarinnar  þóttu lofa góðu, en verða ansi innantómar ef ekkert fer að gerast í þeim efnum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband