Íslendingar sýna á ný tennurnar í makríldeilunni.

Ţegar ég stóđ á bryggjunni á Hólmavík  og sá tugi smábáta í biđröđ eftir ađ landa makríl sem veiddur var  upp viđ  landssteina, fann ég vel hversu mikilvćgt ţađ var ađ hafa bođiđ ESB birginn ţegar ég ákvađ  hlutdeildarmagn  Íslendinga í makrílveiđum.  Fulltrúi ESB kallađur á teppiđ

M.a.  á grundvelli upplýsinga um útbreiđslu makríls í íslenskri lögsögu svo og áćtlađs fćđunáms hans hér ákvađ ég sem ráđherra liđlega 16% hlutdeild okkar af heildarveiđi strandríkjanna  í makríl. Síđustu mćlingar benda til ađ makrílstofninn fari enn stćkkandi.  Makrílveiđarnar síđustu 5 ár hafa gefiđ tugi milljarđa á ári í gjaldeyristekjur og átt sinn hlut í ađ rétta efnahag landsins eftir hrun.

Vissulega óttađist  ég ađ eftirmenn mínir á stól sjávarútvegsráđherra myndu bogna í hnjánum gagnvart ESB og bjóđa sig niđur fyrir 16%  mörkin er ég setti, sem og raunin varđ.  Ađildarumsókn ađ ESB gekk jú fyrir öllu hjá mörgum fyrrum félögum mínum í ríkisstjórn eins og allir vita.  

Ég  treysti á og hvet núverandi sjávarútvegsráđherra til ađ standa á rétti okkar í makríl. Góđs viti eru fréttir í dag ţess eđlis ađ utanríkisráđherra hafi látiđ  kalla fulltrúa ESB  í utanríkisráđuneytiđ  ţar sem ţeim var lesinn  pistillinn  vegna glórulausra hótanna í garđ Íslendinga og  mótmćlt harkalegum yfirgangi  ESB gagnvart Fćreyingum. Ţađ var svo sannarlega tími til kominn ađ láta í sér heyra. Fulltrúi ESB kallađur á teppiđ

Stuđningsyfirlýsing sjávarútvegsráđherra viđ Fćreyinga  í slagnum viđ ESB var einnig meir en tímabćr, en hefđi mátt vera ákveđnari: Yfirlýsing ríkisstjórnar Íslands vegna hótana Evrópusambandsins í garđ Fćreyinga og Íslendinga.

 Hollt er ađ minnast ţess,ađ ofríki ESB gagnvart makrílveiđum Norđmanna á sínum tíma átti stóran ţátt í ađ Norđmenn höfnuđu ađildađ  ESB.

Ţađ var mér hinsvegar fyrirsjáanlegt ađ ákvörđunin um makrílveiđarnar og hversu fast var stađiđ á rétti okkar ţar  myndi  setja  ESB umsóknina í algjört uppnám sem og varđ.   Réttur okkar til veiđanna innan eigin lögsögu er ótvírćđur. ESB ćtti ađ líta í eiginn barm og hirta sín eigin lönd t.d. fyrir ofveiđi og brottkast. Ţađ hafa ţau sjálfssagt vald til. 

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband