Að standa við stóru orðin

  Af hálfu Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefur því verið lýst yfir að hætta beri við umsókn Íslands að ESB. Það þýðir í raun að Alþingi feli ríkisstjórninni að afturkalla umsóknina. 

Ný umsókn verði því aðeins send að þjóðin hafi staðfest vilja sinn til aðildar að ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu. Slíkt er alveg sjálfstætt mál.

Ýmsir þingmenn þessara flokka hafa tekið mjög djúpt í árinni og munu eiga mjög erfitt með að verja að annað verði gert. Það skiptir miklu máli, að myndi þessir flokkar næstu ríkisstjórn verði staðið strax við þessi fyrirheit.  Fjallað er um stöðu flokkanna í málinu á vef Heimsýnar í dag.

Þó nú eigi að heita hlé á samningum um nýja kafla þá er stjórnkerfið allt á fullu í framhaldi umsóknarinnar. Nýjasta dæmið eru fréttir frá ESB um kröfur þeirra á hendur  Íslendinga í fiskveiðimálum.

 Þar er ekkert gefið eftir enda ekki neins að vænta í þeim efnum. Lög ESB  munu gilda um þau mál sem önnur hér á landi göngum við í Bandalagið.

ESB umsóknin hefur tafið endurreisn og mótun framtíðarstefnu hér innanlands í atvinnumálum, efnahagsmálum, gjaldeyrismálum svo nokkuð sé nefnt.

Meðan á umsóknarferlinu stendur geta Íslendingar trauðla sett eigin lög eða reglugerðir sem ganga í berhögg við kröfur ESB.

Gjaldmiðilsumræðan ein sér og möguleg  upptaka evru hefur verið leidd eftir algjörum villuljósum og tafið markvissar aðgerðir í peningamálum.

Samningar um Makríl geta t.d.  ekki haldið áfram undir hótunum ESB.

Það var með þingsályktun frá Alþingi sem samþykkt var að sækja um aðild að ESB undir skilgreindum formerkjum sem tekin voru fram í greinargerð með tillögunni. 

  

Mitt mat er því að Alþingi þurfi nú í vor að samþykkja afturköllun þessarar umsóknar.

Það að láta hana liggja óafgreidda undir formerkjun stöðvunar eða hlés þýðir að afram er hún hangandi yfir, áfram verður unnið leynt og ljóst að framhaldi hennar og sú kvörn malar.

Ég þekki það hversu greinar bogna og  traustustu tré brotna í svona málum.

 ESB – kvörnin kanna að mala .      


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband