Ólafur Ragnar Grímsson endurkjörinn forseti

Þjóðin hefur kosið sér forseta til næstu fjögra ára. Ólafur Ragnar Grímsson sitjandi forseti hlaut afgerandi kosningu með hreinum meirihluta greiddra atkvæða. Þeim Ólafi og Dorrit er hér með óskað hjartanlega til hamingju. 

Ég tek undir með frambjóðendunum Andreu Ólafsdóttur og Hannesi Bjarnasyni sem bæði lögðu áherslu á það hlutverk forsetans að treysta og efla beint lýðræði í landinu.

Ólafur braut blað í sögu íslenska lýðveldisins með því að beita þeim ákvæðum sjórnarskrárinnar að hafna undirskrift umdeildra laga og skjóta ákvörðunum þjóðarinnar. Sú ákvörðun hefur leitt til mikillar og jákvæðrar umræðu um stöðu lýðræðis í landinu og hvernig það megist þróast.

Athyglisvert er að sitjandi stjórnvöld á hverjum tíma virðast óttast þennan rétt sitjandi forseta í stað þess að líta á þennan rétt sem eina af grunnstoðum lýðræðisins. 

Ég er mjög hlynntur því að þjóðin fái með beinum hætti  tækifæri til að segja álit sitt á einstaka stjórnvalds ákvörðunum áður en þær fá staðfestingu  og jafnframt að hún geti  átt frumkvæði í að einstök mál séu borin fram fyrir þjóðina til álits og ákvörðunar.

Ég get vel tekið undir þá gagnrýni Ólafs Ragnars á ýmsar  aðgerðir ríkisstjórnarinnar og að  hún hafi reynt að keyra í gegnum þingið of mörg stór mál og umdeild án fyrirhyggju eða réttrar forgangsröðunar út frá hagsmunum þjóðarinnar.

En framundan eru stór og afdrifarík mál fyrir framtíð þjóðarinnar þar sem þjóðin, þingið og forsetinn munu þurfa að taka á. Ber þar hæst sjálfstæði og fullveldi þjóðarnar sem nú  er ógnað með umsókninni um aðild Íslands að Evrópusambandinu.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband