Unnur Brá og forsetastóllinn á Alþingi

Sérstök ástæða er til að óska Unni Brá Konráðsdóttur til hamingju með að verða næsti forseti Alþingis.

Unnur brá hefur sýnt af sér skörungsskap og sjálfstæði í störfum  á  Alþingi og gengið þvert á ímynd  margra annarra  í pólitík sem fara eftir vindáttinni hverju sinni eða ruglast í "tímaplaninu" sínu eins og nýr forsætisráðherra orðar það.

 Í ýmsum grundvallarmálum hefur hún fylgt sannfæringu sinni í afgreiðslu mála sem ekki var endilega í takt við það sem þingflokkur hennar lagði upp með og  hún jafnvel goldið þess.

Unnur Brá er einörð andstæðingur umsóknar og inngöngu Íslands í ESB og hefur ávalt verið hægt að treysta á hana í fullveldis og sjálfsstæðismálum þjóðarinnar.  

Við eldgosið í Eyjafjallajökli stóð Unnur Brá þétt með íbúunum á vettvangi. Því kynntist ég vel sem landbúnaðarráðherra á þeim tíma.

Þótt ég sé síður en svo  sammála Unni Brá pólitískt er mjög vel hægt að bera virðingu fyrir þingmönnum sem hafa einurð til þess  að standa með sjálfum sér.  


Bloggfærslur 12. janúar 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband