Jeremy Corbyn sigrar með glæsibrag

Hinn róttæki leiðtogi breska Verkamannaflokksins sigraði með glæsibrag í nýafstaðinni formannskosningu. Corbyn fékk 62% atkvæða sem er hærra hlutfall en hann fékk þegar hann var fyrst kosinn formaður fyrir ári.(Cor­byn end­ur­kjör­inn formaður, mbl.is)

ESB sinnaðir þingmenn Verkamannaflokksins höfðu knúið fram formannskosningu vegna óánægju þeirra með framgöngu Corbyns í þjóðaratkvæðagreiðslunni um úrsögn úr bandalaginu.

Corbyn hafði á sínum tíma verið andvígur inngöngu Breta í Evrópusambandið.

 Yfirburðasigur Corbyns þykir ósigur fyrir ESB- aðildarsinnana og styrkja afdráttarlausa afstöðu Breta um úrsögn úr Evrópusambandinu og endurheimt fullveldisins.

Ætti þetta að vera skýr skilaboð til leiðtoga vinstriflokka á Íslandi sem enn gæla við framsal fullveldis og inngöngu í ESB

 Skipt­ar skoðanir um full­veld­is­framsal


Bloggfærslur 24. september 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband