Átökin um fullveldið

ESB umsókn og heimildir til framsals á fullveldi Íslands verða eitt stórra mála kosninganna í haust. Svo ótrúlegt sem það er í ljósi þróunar í Evrópu á síðustu misserum

Hinn nýi flokkur Viðreisn teflir grímulaust fram hörðustu ESB sinnununm á hægri væng stjórnmálanna, Þorgerði Katrínu, Þorsteini Pálssyni, Benedikt Jóhannessyni, Pavel Bartosek, Þorsteini Víglundssyni og svo mætti áfram telja. Flest þungavigtarfólk af skrifstofu svokallaðra Samtaka atvinnulífsins fylla flokkinn.

Formaður Já Ísland sem berst fyrir inngöngu í ESB er að sjálfssögðu innanborðs. Búist er jafnvel  við að Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ sláist fljótlega í hópinn. Aðal áhersla virðist lögð á áframhald ESB umsóknarinnar, fullveldisframsal og inngöngu í ESB.

 Hverjum er treystandi

Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks heyktist á því að ganga milli bols og höfuðs á ESB-umsókninni eins og þeir lofuðu fyrir síðustu kosningar.

 Það er því ljóst að þeir flokkar sem nú eru á þingi hafa skertan trúverðugleika til að berjast gegn aðild að Evrópusambandinu og nú bætist Viðreisn í hóp þeirra sem vilja ganga í sambandið.

 Samfylkingin, Píratar og Björt framtíð hafa ESB aðild á stefnuskrá sinni og  VG er áfram tvístígandi, með og á móti aðild og sumir vilja halda áfram að "kíkja í pakkann".

Helst er von til að VG leiti aftur til uppruna síns og fylgi grunnstefnu sinni í sjálfsstæðismálum og herðist upp á nýtt í andstöðu við fullveldisframsal og inngöngu í ESB. 

Svissneska þingið afturkallaði formlega umsókn sina að ESB

Svissneska þingið ákvað nýlega að afturkalla formlega umsókn sína um aðild að ESB  frá 1991, sem aðrir höfðu talið dauða. Tilvist umsóknarinnar truflaði uppbyggingu tvíhliða samninga milli Sviss og ESB, en ESB taldi umsóknina áfram virka.

 Bretar ganga til tvíhliða samninga við ESB

Þetta sama þyrfti Alþingi Íslendinga að gera áður en því lýkur í haust, afturkalla ótvírætt ESB umsóknina frá 2009 og hefja endurskoðun á aðild okkar að EES samningnum. Tvíhliða samningar Breta við ESB gefa okkur tækifæri til að endurmeta aðild Ísland að EES  

 


Bloggfærslur 23. september 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband