Utanríkisráðherra veldur vonbrigðum - styður viðskiftastríð ESB gegn Rússum

 Margir væntu þess að nýr utanríkisráðherra myndi sýna meira sjálfstæði gagnvart ESB en fyrirrennari hennar.

Stuðningur við refsiaðgerðir ESB gegn Rússum var mjög umdeilt en það kallaði á viðskiftabann þeirra á mikilvægan útflutning  á fiski frá Íslandi.  Það innflutningsbann hefur reynst Íslendingu þungt og áratuga útflutning- og markaðssamband við Rússa er í uppnámi.

 ESB hefur ákveðið að beita Rússa áfram refsiaðgerðum vegna Úkraínustríðsins. ESB fram­leng­ir refsiaðgerðir gegn Rúss­um

 Sendlarnir í utanríkisráðuneytinu

Lilja Dögg Alfreðsdóttir nýr ráðherra hefur ekki haft bein í nefi til að standa á sjálfstæðum ákvarðanarétti Íslendinga  gagnvart ESB frekar en fyrirrennari hennar.

Fylgir hún ESB eftir þótt það stríði gegn fullveldisrétti og hagsmunum Íslendinga.

Undirlægjuhátturinn gagnvart ESB í utanríkisráðuneytinu virðist gróinn þar fastur.

Breytir engu þótt nýir ráðherrar setjist þar inn. Það virðist eins og lögmál að nýir ráðherrar verði strax eins og póstberar embættisvaldsins sem þar hefur hreiðrað um síg í utanríkisráðuneytinu til áratuga. 


Bloggfærslur 2. júlí 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband