Vegabréf N 1 - áróður fyrir sælgætisáti barna

Á ferðum um landið að sumarlagi er gjarna komið við á stöðvum N 1 til að taka eldsneyti eða fá sér skyndibita. Margt er gott að segja um þjónustu N - eins.

Börn vilja gjarna fá sitt úr svona ferðum. Auðvelt er  fyrir óprúttna aulýsendur að ná til barna og finna inn á veikleika þeirra eldri með börn í langferðum.

Eitt slíkt er Vegabréf N eins fyrir börn  þar sem hver fær stimpil og verðlaun á næsta N eins- stað ef verslað er yfir 300 krónur.  

Hugmyndin er góð, ferðin fær auka tilgang hjá börnum að fá stimpil á næsta N einum.

Vegabréfið í ár er skreytt myndum tengt Evrópukeppninni í fótbolta, íslensku fánalitunum og knattspyrnuhetjum.  Þarna væri gullið tækifæri fyrir þetta stórfyritæki til að koma inn i barnaleikinn á uppbyggjandi og heilbrigðan hátt. En því miður bregst fyrirtækið alveg.  Allir "vinningarnir" eru sælgæti: 1. Chupa Chups sleikjó, 2.  Coke zero 250 ml. 3. Corny 25 g, 4. kókómjólk 250ml. 5. Nói trítlar, 6. Capri Sun 200ml. 7 prins pólo 35 g, 8 klaki lime 500 ml..

Ef barnið hefur þegið alla þessa sælgætisbita getur það með nafni skilað vegbréfinu inn og tekið þátt í happadrætti.

Nú er aðstandendum og börnum í sjálfsvald sett hvort tekið sé þátt í svona leik, en þar sem hann er frír og gefur möguleika á sætindum í munninn er hann ótrúlega lokkandi. Flestum okkar finnst gott að fá sætt í munninn og læt ég freistast fyrir barnabörnin

Þessi skilaboð og markaðsferð N 1 gengur hinsvegar þvert gegn allri umræðu um lýðheilsu, hollustu eða uppeldi barna. Ein helsti þjóðarsjúkdómur Íslendinga, einkum barna er of mikið sykurát í öllum formum og offita er vaxandi vandamál. 

Stórfyrirtæki eins og N 1 getur ekki á svona óprúttinn hátt tekið þátt í að hvetja svo markvisst til að auka á þennan einn stærsta heilsuvanda íslenskra barna.

Ég skora á fyrirtækið N 1 að breyta um stefnu gangvart börnum á ferðalögum og hafa eitthvert uppbyggjandi, gleðjandi og skaðlaust fyrir börn,t.d. lítil leikföng sem verðlaun í Vegbréfi sínu sem hinir eldri geta svo með góðri samvisku og gleði deilt út á ferðum um landið .

 


Bloggfærslur 1. júlí 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband