Bretar æfir út í hótanir Obama

Hótanir Bandaríkjaforseta í garð Breta eru einstakar í samskiptum þjóða á friðartímum. Þær eru bein afskipti af innanríkismálum Breta.

Obama bæði grátbiður og hótar í senn viðskiptaþvingunum   og einangrun á alþjóðavettvangi ef Bretar hafna áframhaldandi aðild að Evrópusambandinu 24. úní næstkomandi.

Obama: Brexit would hurt Britain's trade with USUS leader urges voters not to back exit from EU in referendum, saying UK would find itself "at the back of the queue".)

Hótanir og afskipti Bandaríkjaforseta geta haft öfug áhrif við það sem hann ætlar. Bretar eru stolt þjóð og þó vinátta hafi verið með þessum tveimur stórveldum er breskum almenningi nú misboðið. Hlutur þeirra sem vilja fara úr ESB stækkar.

Það er athyglisvert fyrir okkur Íslendinga að sjá hversu harkalega er gengið fram gegn fullveldisákvörðunum ríkja innan ESB.

Við skiljum kannski betur nú hversvegna ríkisstjórnin og íslenski utanríkisráðherrann guggnaði á því afturkalla formlega og ótvírætt umsóknina sem Ísland sendi um inngöngu í Evrópusambandið.

Hverju var Íslandi hótað?

Hverju ætli að Evrópusambandið hafi hótað íslenska utanríkisráðherranum svo hann þorði ekki að fylgja eftir kosningaloforði flokksins og ríkisstjórnarinnar um afturköllun ESB-umsóknarinnar?

Utanríkisráðherra gafst upp á að fá Alþingi til að afgreiða málið og afturkalla umsóknina, en sendi í stað þess loðið bréf til Brüssel sem báðir aðilar túlka sér í hag.

En stjórnarandstaðan öll og komandi ríkisstjórn telur sig óbundna af slíkum bréfaskiptum ráðherrans.


Bloggfærslur 23. apríl 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband