Báknið burt ! Var eitt sinn slagorð

Nýtt bákn- Auðlindasjóður verður stofnaður af kratískri fyrirmynd ef hugmyndir  formanns Sjálfstæðisflokksins ná fram að ganga. Í þann sjóð eiga að renna tekjur af auðlindum Íslendinga eins og arður eða gjöld á orkuauðlindir, veitustofnanir eins og Landsvirkjun og Orkuveitu Reykjavíkur. Væntanlega landafnot, veiðigjöld og tekjur af þjóðgörðum og náttúrupassa fyrir aðgang ferðamanna að öðrum  náttúruauðlindum  og fegurð landsins.

Auðlindasjóður Bjarna að komast á koppinn 

Það er sérkennilegt að heyra þessi orð frá formanni flokks sem hefur haft þá stefnu og slagorð- Báknið burt.

Að sjálfsögðu er hægt að koma að mörgum feitum bitlingum í nýjum sjóð sem fær að valsa um á eign forsendum.

Er ekki nóg að hafa lífeyrissjóðina sem bákn í ríkini?.

Við höfum ríkissjóð og þangað eiga tekjur, arður og skattur af auðlindum fyrirtækjum og einstaklingum að renna . Og greiðslur úr honnum og ráðstöfum er ákvörðuð á lýðræðislegana hátt af Alþingi.

Undanfari stórfelldar einkavæðingar

Hugmyndir um sérstakan auðlindasjóð er undanfari og undirbúningur að stórfelldri einkavæðingu auðlinda og þjónustustofnana sem að hafa milligöngu um nýtingu þeirra.  Þessi áform lágu fyrir hjá ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar 2007 - 2009 og voru hluti af því rugli sem þessir flokkar stóðu að í aðdraganda hrunsins.

Við flest í Vg á þeim tíma lögðumst gegn þessum einkavæðingar áformum og hugmyndin um auðlindasjóð var sett út af borðinu enda ríkissjóður okkar auðlindasjóður.

Það er sérstakt ef sjálfstæðismenn ganga nú á undan í að þenja úr báknið með nýjum sjálfalasjóði. Okkur nægir ríkissjóður og bankasýslan

 Auðlindasjóður Bjarna að komast á koppinn

 


Bloggfærslur 15. apríl 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband