Að kalla eftir trausti og aðgerðum

Einn af háværustu talsmönnum fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið er aðal ræðumaður á útifundum dag eftir dag til að mótmæla stjórnvöldum. Það hýtur að vekja ákveðna tortryggni. 

Eitt af hrópyrðunum á útifundunum síðustu daga var ákall um hjálp frá Evrópusambandinu,- út með íslensku krónuna og inn með evru.

Langflest hafa þó örugglega verið komin til að láta í ljós andúð sína og fordæma spillingu og leynd sem sótt er í skattaskjól erlendis.

Allir flokkar á alþingi eiga að sameinast um að afhjúpa og banna þessa leynd og setja lög sem gera fjármálaheiminn gagnsæjan og persónulegt eignarhald og tengsl séu opinber og lúti íslenskum skattalögum. 

Því miður bar ríkisstjórn sem ég sat í ekki gæfu til að taka í alvöru á lagasetningu um gagnsæi og upplýsingagjöf, enda er hagsmunavarsla þessara aðila ekki síst á alþjóðavísu mjög sterk.

Það bjargaði Íslandi eftir hrunið og gerir enn að við höldum okkar fullveldi, íslensku krónunni og stöndum utan Evrópusambandsins.

Fullveldið gefur okkur líka færi á að treysta hratt með lögum og reglugerðum gagnsæi og heiðarleika í fjármála viðskiptum og bankarekstri.

Hér verða allir að taka höndum saman og standa með kröfum almennings í landinu hvað þetta varðar og þó fyrr hefði verið.

 

 


Bloggfærslur 11. apríl 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband