Kosningabrandari Framsóknar

Landsfundur ályktaði skýrt gegn viðskiptaþvingunum.

"Ísland taki ekki þátt í viðskiptaþvingunum, nema þeim sem ákveðnar eru á vettvangi öryggisráðs sameinuðu þjóðanna og samþykktar hafa verið af alþingi í hvert sinn".

Nú var það Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra Framsóknarflokksins  sem skrifaði upp á refsiaðgerðir ESB og kallaði yfir sig viðskiftabann frá Rússum í staðinn sem hefur kostað íslenska útflytjendur bæði í sjávarútvegi og landbúnaði milljarða króna.

Síðar var upplýst að þetta hafi verið gert án samþykkis í ríkisstjórn. (Eigum að reka okkar eigin utanríkisstefnu segir Bjarni Ben.)

Nú hefur Framsókn allt á hendi: forsætisráðherrann, utanríkisráðherrann og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherrann. Ekkert ætti því að standa í veginum fyrir því að fylgt væri eftir samþykkt landsfundar flokksins og viðskiftabannið á Rússa afturkallað þegar í stað.

 Hvorki Sameinuðuþjóðirnar, né Öryggisráðið, né Alþingi hafa samþykkt refsiaðgerðir ESB gegn Rússum.  (Mbl. Þving­an­ir þurfi samþykki ör­ygg­is­ráðsins)

 Það er lofsvert hjá Framsókn að gera slíka samþykkt en þá hlýtur að eiga að fara eftir henni. Annars er þetta eins og hver annar brandari svona fyrir kosningar. 


Bloggfærslur 11. október 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband