ESB tillaga stjórnar S.I. gerð afturreka

Stjórn Samtaka iðnaðarins var gerð afturreka með tillögu sína um að halda áfram aðildarviðræðum við Evrópusambandið á aðalfundi samtakanna í gær. Iðnþing breytti álykt­un um ESB

 Í Samtökum iðnaðarins eru samkvæmt heimasíðu þeirra 1410 fyrirtæki og auk þess  liðlega 30 aðildarfélög. Framkvæmdastjórinn fullyrðir við Vísi í gær að  aðalfundurinn ítreki afstöðu sína um að halda áfram viðræðum  um inngöngu í Evrópusambandið. „Stjórn Samtaka iðnaðarins skoraði í janúar á stjórnvöld að slíta ekki viðræðunum við Evrópusambandið". 

Reyndin varð hinsvegar önnur á aðalfundinum.

Í frétt Morgunblaðsins í dag kemur fram aða aðalfundurinn hafi gert stjórnina afturreka með tillöguna um að ljúka beri viðræðum við ESB um inngöngu Íslands í Evrópusambandið. (Iðnþing breytti álykt­un um ESB )

Hins vegar var samþykkt tillaga í þá veru að ekki yrði haldið áfram aðildarviðræðum nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.

Það er nefnilega allt of mikið um að stjórnir stórra samtaka séu að álykta  umboðslausar  fyrir hönd félaga sinna um mál sem eru í sjálfu sér stórpólitísk, en hafa ekki verið tekin til umræðu eða afgreiðslu í grunneiningum samtakanna.

Stundum taka framkvæmdastjórarnir sér það bessaleyfi að yfirfæra persónulega skoðun sína á samtökin sem þeir vinna fyrir. Ekki er ég þó að segja að svo sé í þessu tilviki.

Hins vegar þegar litið er á nafnalista hinna 1410 fyrirtækja sem eiga aðild að Samtökum iðnaðarins er alveg ljóst að fjölmörg þeirra og langflest eiga enga samleið með inngöngu í Evrópusambandið og mjög ólíklegt að þau greiði áframhaldandi inngönguferli atkvæði sitt.

 Sú beiðni um inngöngu í Evrópusambandið sem send var 2009 var með skýlausum fyrirvörum af hálfu Alþingis, fyrirvörum sem ESB féllst ekki á meðal annars um yfirráð yfir sjávarauðlindinni. Sama var einnig um matvælaiðnaðinn í landinu.

Þess vegna er ekki hægt að halda áfram með umsóknina nema Alþingi felli niður þessa fyrirvara.

Viðræðunum er í raun lokið. Samninganefnd Íslands hafði hvorki heimild til né gat samþykkt einhliða kröfur ESB. Eftir er aðeins að afturkalla umsóknina:

 1)Úr stækkunarhandbók ESB 

„Í fyrsta lagi er mikilvægt að undirstrika það að hugtakið samningaviðræður getur verið misvísandi. Aðildarviðræður snúast um skilyrði fyrir og tímasetningar á upptöku umsóknarlands á reglum ESB, framkvæmd þeirra og beitingu – sem fylla 100 þúsund blaðsíður. Um þessar reglur ... verður ekki samið.“

 Málið snýst því einfaldlega um hvort ég eða þú viljir ganga í Evrópusambandið eða ekki. Nýleg skoðanakönnun sem  Capacent vann fyrir Heimssýn kom fram að yfir 60% þeirra sem tóku afstöðu voru andvíg inngöngu í Evrópusabandið

Þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna sem eru bæði efnislega og póltískt stopp er er því alveg út í bláinn.  

Framhald viðræðna getur því ekki orðið nema að meirihluti  þings og þjóðar vilji fara í Evrópusambandið og gangi til skilyrðislausra viðræðna.  

 Eins og staðan er nú þá er Ísland umsóknarríki á forsendum þeirrar skilyrtu inngöngubeiðni sem Alþingi samþykkti naumlega 2009. Nú hefur það komið í ljós að Evrópusambandið fellst ekki á skilyrði Alþingis.´

Þá annaðhvort verður Alþingi að breyta skilyrðum sínum og fallast á kröfur ESB eða draga umsóknina til baka. 

Núverandi ríkisstjórn með meirihluta Alþingis á bak við sig  vill hætta þessum viðræðum, hún  fellst ekki á kröfur ESB og vill standa utan Evrópusamandsins.  Henni ber því að afturkalla umsóknina. 

 

 


Bloggfærslur 6. mars 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband