Héldu að ríkisstjórnin væri að segja sig frá Eurovision

Sá góði brandari gengur í netheimum að ESB-sinnarnir á Alþingi hafi tryllst þegar þeim barst frétt um að Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefði farið til Brüssel og sagt Ísland frá keppni í Eurovision. Stjórnarandstaðan sendir ESB bréf

Var strax óskað eftir fundi með forseta Alþingis að hann kallaði þegar í stað til þingfundar þar sem ráðherra gerði grein fyrir þessum aðgerðum sínum.  

Þetta írafár þingflokksformanna ESB sinnanna kom forseta þingsins Einari K Guðfinnssyni í opna skjöldu og skildi hann hvorki upp né niður í hvað var á seiði.

Formönnunum var mikið niðri fyrir og töluðu hver upp í annan svo forseti þingsins skildi ekki neitt og hafnaði beiðni um þingfund, enda fólk að búa sig í árlega þingveislu og sumir eftir að raka sig eða fara í bað og í hárgreiðslu.

Klagað til "stórumömmu" í Brüssel

Þingsflokksformönnum fannst stórlega að sér vegið, fóru í fýlu og hringdu í "stórumömmu í Brüssel" og klöguðu.

"Stóramamma" skyldi heldur ekkert hvað var á seyði og bað um að sér yrði sent bréf sem hún tæki fyrir í fjölskylduráðinu. Stjórnarandstaðan sendir ESB bréf

Og talsmenn litlu ESB barnanna á þingi sendu " stórumömmu sinni í Brüssel" klögubréf um að farið væri illa með þá uppi á Íslandi. Þeir lagðir í einelti og hafðir útundan:

  "Það er enginn sem skilur okkur og enginn sem vill hlusta á okkur. Við förum ekkert á ballið sem okkur var búið að hlakka svo til að fara á".

Hefur slíkt bréf ekki sést síðan Gissur jarl Þorvaldsson klagaði Sturlunga fyrir Noregskonungi þegar þeir vildu ekki taka hann fyrir jarl í umboði konungs yfir Íslandi.

Allt hefur þetta sem betur fer reynst misskilningur.

Ísland verður með í Eurovision og er staðráðið í því að vinna.

Utanríkisráðherra var aðeins að tilkynna aðstandendum í Brüssel um jarðarför rotnandi líks sem hét Umsókn um inngöngu í Evrópusambandið.

 


Bloggfærslur 15. mars 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband