26. mars ?

Senn kemur 26. mars sem er lokadagur til að leggja mál fyrir þingið sem eiga að afgreiðast á þessu vori. Formenn beggja ríkisstjórnarflokkanna hafa lýst því yfir að tillaga komi fyrir þingið um formlega afturköllun umsóknarinnar um inngöngu í Evrópusambandið. Bæði Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur eru með skýrar landsfundarsamþykktir að baki sér um afturköllun umsóknarinnar.

Það fer ekki vel fyrir þeim flokkum sem svíkja stefnumál sín og kosningaloforð enda hafa yfirlýsingar formanna flokkanna verið afdráttarlausar um að umsóknin verði formlega afturkölluð.

Það var Alþingi sem samþykkti að senda inngöngubeiðnina í ESB.

Ísland er formlegt umsóknarríki meðan umsóknin stendur inni og alþingi hefur ekki afturkallað hana. Hún stendur sem stefna þings og ríkisstjórnar á opinberum vettvangi þangað til að hún hefur verið afturkölluð af þeim sömu stjórnsýsluaðilum og samþykktu að senda hana inn.

26. mars nálgast. Fyrir þann tíma hafa bæði formenn ríkisstjórnarflokkanna og utanríkisráðherra lofað að tillagan um afturköllun komi fyrir þingið.

Brostinn er verulegur flótti í lið hörðustu ESB sinnanna. Fyrir stjórnarflokkana er að fylgja eftir samþykktum sínum.


Bloggfærslur 10. mars 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband