Uppeldis- og menningargildi skólamötuneyta

 Matur, val á hráefni í mat, matseld og matarlykt er mikilvægur þáttur í uppeldi og þroska barna og unglinga. Lokun skólamötuneyta og verksmiðjuvæðing skólamáltíða frá stóru miðlægu eldhúsi er spor í kolranga átt. 

Mér finnst í raun yfirvöld sem gera slíkt að forgangsmáli þurfi að endurskoða hvað þau meina með skólastefnu, uppeldis og menningarhlutverki skólanna. Miklu frekar ætti að tengja börnin meir við einmitt þennan þátt í starfinu, val á hráefni í matinn og matseldina sjálfa.

Matarlyktin og nándin við þennan einn mikilvægasta þátt holls lífernis ætti frekar að vera skipulagður og virkur þáttur í skólastarfinu sjálfu.

Ég tek því heilshugar undir með Gunnari Svanberg Bollasyni, formanni félags faglærðra matreiðslumanna í grunnskólum Reykjavíkurborgar sem birtist sem opnugrein  í Fréttablaðinu í dag og  ber yfirskriftina:

" Nei við miðlægu eldhúsi fyrir grunn- og leikskóla".

  Gunnar varar við áformum um : "að úthýsa matreiðslunni úr skólunum í miðlægt verksmiðjueldhús úti í bæ, sem keyrir matinn í hitabökkum út í skólana". 

Og Gunnar leggur áherslu á mikilvægi "á góðum mat handa börnum og starfsfólki"..   "Til þess að svo megi verða þarf að bæta mönnun  og starfsaðstæður þeirra sem sinna þjónustinni í skólunum". Og áfram segir Gunnar

 "Foreldrar kennarar og skólastjórnendur  vita að aðgengi barna að hollum og góðum mat er grunnforsenda fyrir velferð og vellíðan í leik og starfi barna".....

"Börnin okkar eiga skilið annað og betra en fjöldaframleiddan verksmiðjumat sem hendist um í bílum í hitabökkum löngu áður en hann er framreiddur" segir Gunnar að lokum.

Menning- hollusta- matarást

Í umræðunni um hollustu og heilbrigði, matarmenningu og heimilslegt yfirbragð hlýtur að vera mikilvægt að fylgja því eftir  ekki aðeins á orði heldur einnig á borði og það í uppeldistöðvunm barna sem skólarnir eru.

 

 


Bloggfærslur 6. nóvember 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband