ESB umsóknin enn í fullu gildi ?

Sendiherra ESB á Íslandi telur aðildarumsóknina frá 2009 mögulega enn í fullu gildi. Þetta kemur fram í viðtali við Matthías Brinkmann sendiherra ESB í Morgunblaðinu í dag.

(ESB-umsóknin mögulega enn í gildi )

Sendiherrann dregur í efa að endurnýja þurfi umsóknina frá 2009, heldur megi halda áfram þar sem frá var horfið, ef íslenskum stjórnvöldum sýnist svo. Breyti þar engu þótt Ísland hafi verið tekið af hinum og þessum listum yfir umsóknarríki í arkívunum  Brüssel 

Margir hafa óttast að torræð bréfaskrifti utanríkisráðherra við forystumenn framkvæmdarstjórnar ESB í Brüssel hafi aðeins verið einskonar skollaeikur til heimabrúks á Íslandi.

Ríkisstjórnin hafi heykst á að fara með afturköllunina gegnum þingið og þess vegna sé staða umsóknarinnar óbreytt.

Uppáskrift utanríkisráðherra Íslands á refsiaðgerðir ESB gegn Rússlandi, sem bitnar fyrst og fremst á okkur sjálfum bendir einnig til þess, að það sé í raun ESB sem ráði ferð í utanríkismálum Íslendinga.

Hátíðleg loforð núverandi stjórnarflokka um afdráttarlausa afturköllun ESB umsókn virðast marklaus og í uppnámi samkvæmt yfirlýsingum sendiherra ESB.

Forsetinn, Ólafur Ragnar Grímsson heldur uppi merki sjálfstæðis í utanríkismálum Íslendinga.

Mikilvægt er að ríkisstjórnin geri hreint fyrir sínum dyrum með skriflegum staðfestum hætti að umsóknin hafi verið afturkölluð og skrifleg staðfesting ESB komi um að umsóknin hafi ferið felld úr gildi og endursend til Íslands.

 

 

 


Bloggfærslur 25. nóvember 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband